Lífið

Töfrandi smáhýsi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstakt hús í fallegu umhverfi.
Einstakt hús í fallegu umhverfi.

Á YouTube-síðunni Living Big In A Tiny House hittir þáttastjórnandinn Bryce Langston fólk sem býr í litlu rými en nær að nýta sér plássið vel.

Að þessu sinni heimsótti Langston Ástralann Shaye sem hann hitti fyrst fyrir sjö árum þegar hún bjó í öðru smáhýsi og var það hús eitt af þeim fyrstu sem Bryce Langston fjallaði um.

Nú vinnur hún í raun við það að hanna smáhýsi og selur slíka þjónustu. Í dag býr hún í smáhýsi ásamt sjö ára dóttur sinni og er það hreinlega töfrandi og fallegt.

Við húsið er stór og fallegu pallur og hægt er að ferðast með það hvert sem er.

Hér að neðan má sjá umfjöllunina um húsið.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.