Broadway-stjarna lést eftir baráttu við Covid-19 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2020 08:44 Cordero var 41 árs. Vivien Killilea/Getty Broadway-leikarinn Nick Cordero lést í gær af völdum Covid-19. Hann var 41 árs. Frá þessu er meðal annars greint á vef CNN, en eiginkona Cordero, Amanda Kloots, greindi fyrst frá andláti hans á Instagram-reikningi sínum. „Guð hefur fengið sendan nýjan engil. Elskulegur eiginmaður minn lést í morgun. Hann var umvafinn ást hjá fjölskyldu sinni sem söng og bað á meðan hann yfirgaf þessa jarðvist,“ skrifaði Kloots meðal annars á Instagram. Cordero greindist með Covid-19 í mars á þessu ári og var fljótlega lagður inn á spítala. Kloots uppfærði aðdáendur leikarans reglulega um stöðuna á honum, en honum var haldið sofandi í öndunarvél á einum tímapunkti. Þá hlaut Cordero alvarlega lungnaskaða af sjúkdóminum, en Kloots hefur sagt frá því að hann hefði líklega þurft tvö ný lungu til þess að ná sér af eftirköstum sjúkdómsins. Cordero var fæddur og uppalinn í Kanada, en fluttist síðar til New York og reyndi fyrir sér í leiklist. Hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í Boradway-verkum eins og Waitress og A Bronx Tale. Eins kom hann fram í vinsælum sjónvarpsþáttum á borð við Blue Bloods, Law & Order: Special Victims Unit og Lilyhammer. Cordero kynntist Kloots þegar þau unnu saman að verkinu Bullets over Broadway, hvar hann lék og hún dansaði. Cordero var árið 2014 tilnefndur til Tony-verðlaunanna fyrir leik sinn í því verki. Auk eiginkonu sinnar lætur Cordero eftir sig einn son sem þau áttu saman, hinn eins árs gamla Elvis. View this post on Instagram A post shared by AK! ⭐️ (@amandakloots) on Jul 5, 2020 at 6:05pm PDT Andlát Hollywood Bandaríkin Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Broadway-leikarinn Nick Cordero lést í gær af völdum Covid-19. Hann var 41 árs. Frá þessu er meðal annars greint á vef CNN, en eiginkona Cordero, Amanda Kloots, greindi fyrst frá andláti hans á Instagram-reikningi sínum. „Guð hefur fengið sendan nýjan engil. Elskulegur eiginmaður minn lést í morgun. Hann var umvafinn ást hjá fjölskyldu sinni sem söng og bað á meðan hann yfirgaf þessa jarðvist,“ skrifaði Kloots meðal annars á Instagram. Cordero greindist með Covid-19 í mars á þessu ári og var fljótlega lagður inn á spítala. Kloots uppfærði aðdáendur leikarans reglulega um stöðuna á honum, en honum var haldið sofandi í öndunarvél á einum tímapunkti. Þá hlaut Cordero alvarlega lungnaskaða af sjúkdóminum, en Kloots hefur sagt frá því að hann hefði líklega þurft tvö ný lungu til þess að ná sér af eftirköstum sjúkdómsins. Cordero var fæddur og uppalinn í Kanada, en fluttist síðar til New York og reyndi fyrir sér í leiklist. Hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í Boradway-verkum eins og Waitress og A Bronx Tale. Eins kom hann fram í vinsælum sjónvarpsþáttum á borð við Blue Bloods, Law & Order: Special Victims Unit og Lilyhammer. Cordero kynntist Kloots þegar þau unnu saman að verkinu Bullets over Broadway, hvar hann lék og hún dansaði. Cordero var árið 2014 tilnefndur til Tony-verðlaunanna fyrir leik sinn í því verki. Auk eiginkonu sinnar lætur Cordero eftir sig einn son sem þau áttu saman, hinn eins árs gamla Elvis. View this post on Instagram A post shared by AK! ⭐️ (@amandakloots) on Jul 5, 2020 at 6:05pm PDT
Andlát Hollywood Bandaríkin Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira