Fótbolti

AGF vann Íslendingaslaginn | Jón Dagur og Raggi spiluðu báðir

Ísak Hallmundarson skrifar
Jón Dagur var í sigurliðinu í kvöld.
Jón Dagur var í sigurliðinu í kvöld. getty/Jan Christensen

AGF sigraði FCK í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Jón Dagur Þorsteinsson byrjaði inn á fyrir AGF og Ragnar Sigurðsson byrjaði og spilaði allan leikinn fyrir FCK.

Eina mark leiksins leit dagsins ljós á 75. mínútu. Þá varð Karl-Johan Johnsson markvörður FCK fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og lokatölur 1-0 fyrir AGF. Jón Dagur spilaði 65 mínútur fyrir sigurliðið og Ragnar Sigurðsson spilaði eins og áður segir allan leikinn fyrir tapliðið. 

Þetta var næstsíðasta umferðin í dönsku úrvalsdeildinni og er AGF eftir leikinn í þriðja sæti en FCK situr í öðru sæti deildarinnar. AGF er fjórum stigum frá FCK og getur því ekki náð þeim að stigum og FCK er fjórtán stigum á eftir toppliðinu. Verður þetta því lokastaða liðanna í deildinni. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.