Fótbolti

Mikael færist nær því að verða danskur meistari og Arnór fékk tæki­færi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikael í leiknum í dag.
Mikael í leiknum í dag. vísir/getty

Mikael Anderson og félagar í FC Midtjylland eru skrefi nær því að verða danskir meistarar eftir 1-0 útisigur á FC Nordsjælland í dag.

Fyrsta og eina mark leiksins skoraði varnarmaðurinn öflugi Erik Sviatchenko á 49. mínútu en Frank Onyeke, miðjumaður Midtjylland, fékk reisupassann í uppbótartíma.

Mikael spilaði allan leikinn en Midtjylland er með fjórtán stiga forskot á Ragnar Sigurðsson og félaga í FCK sem mæta Jóni Degi Þorsteinssyni og AGF síðar í dag.

Mikael og félagar mæta einmitt FCK á fimmtudag og með sigri í þeim leik eru þeir orðnir danskir meistarar.

Arnór Ingvi Traustason kom inn á sem varamaður á 47. mínútu er Malmö tapaði fyrir Elfsborg 1-0 á útivelli.

Malmö er með níu stig eftir sex leiki en Elfsborg er með tíu.

Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leikmannahópi AIK sem tapaði 1-0 fyrir Falkenbergs. AIK með sjö stig eftir sex leiki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.