Fótbolti

Mikael færist nær því að verða danskur meistari og Arnór fékk tæki­færi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikael í leiknum í dag.
Mikael í leiknum í dag. vísir/getty

Mikael Anderson og félagar í FC Midtjylland eru skrefi nær því að verða danskir meistarar eftir 1-0 útisigur á FC Nordsjælland í dag.

Fyrsta og eina mark leiksins skoraði varnarmaðurinn öflugi Erik Sviatchenko á 49. mínútu en Frank Onyeke, miðjumaður Midtjylland, fékk reisupassann í uppbótartíma.

Mikael spilaði allan leikinn en Midtjylland er með fjórtán stiga forskot á Ragnar Sigurðsson og félaga í FCK sem mæta Jóni Degi Þorsteinssyni og AGF síðar í dag.

Mikael og félagar mæta einmitt FCK á fimmtudag og með sigri í þeim leik eru þeir orðnir danskir meistarar.

Arnór Ingvi Traustason kom inn á sem varamaður á 47. mínútu er Malmö tapaði fyrir Elfsborg 1-0 á útivelli.

Malmö er með níu stig eftir sex leiki en Elfsborg er með tíu.

Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leikmannahópi AIK sem tapaði 1-0 fyrir Falkenbergs. AIK með sjö stig eftir sex leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×