Fótbolti

Atalanta með sinn sjöunda sigur í röð í deildinni

Ísak Hallmundarson skrifar
Atalanta eru óstöðvandi þessa daganna.
Atalanta eru óstöðvandi þessa daganna. getty/Emilio Andreoli

Atalanta sigraði Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur 2-0 en þetta var sjöundi sigur Atalanta í röð í deildinni.

Staðan var 0-0 í hálfleik en þegar einungis tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik kom Mario Pasalic Atalanta yfir í leiknum.

Átta mínútum síðar, eða á 55. mínútu, tvöfaldaði Robin Gosens forystuna fyrir Atalanta. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur leiksins 2-0 Atalanta í vil.

Atalanta er í frábærum málum í fjórða sætinu, tólf stigum á undan Roma sem eru í fimmta sæti. Liðið hefur skorað 82 mörk, 16 mörkum fleiri en Lazio sem hefur skorað næstflest mörk í deildinni. Napoli situr í 6. sæti með 45 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.