Hafa fengið fjölmargar ábendingar um lélegar brunavarnir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. júlí 2020 20:00 Jón Viðar Matthíasson, slökkvilisstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. Bruninn á Bræðraborgarstíg í síðustu viku, þar sem þrír létu lífið og fleiri slösuðust, var til umfjöllunar á fundi borgarráðs í dag. „Við vorum að fara í gegnum málið, fengum slökkviliðsstjóra hingað til okkar bara til þess að fara í gegnum hvernig þetta gekk allt saman, hvað við viljum endurskoða, nú á að gera rannsókn hjá Mannvirkjastofnun. Við viljum bara styðja við að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að passa upp á að regluverkið og eftirlitsumhverfið sé bara gott,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Eru einhverjar vísbendingar um að einhver misbrestur hafi orðið á því eftirlitshlutverki sem borgin eða starfsfólk hennar átti að gegna? „Ekki svo við þekkjum til og við kannski fórum ekki beint ofan í það. Við bara viljum styðja við það að umhverfið, sem snýr annars vegar að atvinnuhúsnæði og hins vegar að íbúðarhúsnæði, að það sé horft á það í samfellu og við viljum bara líka vakta það, er eitthvað sem við getum gert betur? Við viljum svo sannarlega styðja við eftirlitsaðilana hvað það varðar,“ svarar Þórdís Lóa. Þurfi góða endurskoðun á löggjöfinni Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu kom á fund borgarráðs í dag en hann hefur að undanförnu farið yfir stöðu mála með fulltrúum sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Aðspurður segir hann að meira þurfi til en einstaka átaksverkefni í brunavörnum. „Ég vona að eftir þennan bruna, eftir þennan hörmulega atburð, notum við ekki orðið átak. Því að það þarf í rauninni að gera dálítið góða endurskoðun á löggjöfinni og í rauninni gera þetta dálítið straumlínulaga því að löggjöfin í dag er dálítill bútasaumur. Það þarf tengingar á milli lagabálka og úrræða þannig að ég bind miklar vonir við það,“ segir Jón Viðar í samtali við fréttastofu. Slökkvilismaður að störfum á vettvangi eldsvoðans á Bræðraborgarstíg í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Hann segir að frá því að eldsvoðinn varð í síðustu viku og í kjölfar umræðunnar sem skapaðist í kjölfarið hafi slökkviliðinu borist ábendingar um atvinnu- og íbúðarhúsnæði þar sem óttast er að aðbúnaði sé ábótavant. „Við höfum verið að fá núna töluvert af ábendingum í gegnum ábendingahnapp sem er á heimasíðunni okkar og við erum bara afskaplega þakklát fyrir það og vonum að menn bara haldi áfram, þannig að já, fjöldinn hefur verið að rísa,“ segir Jón Viðar. Er eitthvað þar sem hefur leitt til þess að ástæða hefur þótt til að grípa til einhvers konar aðgerða? „Þetta kom eiginlega bara og heltist yfir okkur þannig að við erum ekki búin að rýna. Sumt af þessu kannski er eitthvað sem við þekkjum, annað ekki. Þannig að við erum að vinna í því núna að flokka og greina.“ Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. Bruninn á Bræðraborgarstíg í síðustu viku, þar sem þrír létu lífið og fleiri slösuðust, var til umfjöllunar á fundi borgarráðs í dag. „Við vorum að fara í gegnum málið, fengum slökkviliðsstjóra hingað til okkar bara til þess að fara í gegnum hvernig þetta gekk allt saman, hvað við viljum endurskoða, nú á að gera rannsókn hjá Mannvirkjastofnun. Við viljum bara styðja við að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að passa upp á að regluverkið og eftirlitsumhverfið sé bara gott,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Eru einhverjar vísbendingar um að einhver misbrestur hafi orðið á því eftirlitshlutverki sem borgin eða starfsfólk hennar átti að gegna? „Ekki svo við þekkjum til og við kannski fórum ekki beint ofan í það. Við bara viljum styðja við það að umhverfið, sem snýr annars vegar að atvinnuhúsnæði og hins vegar að íbúðarhúsnæði, að það sé horft á það í samfellu og við viljum bara líka vakta það, er eitthvað sem við getum gert betur? Við viljum svo sannarlega styðja við eftirlitsaðilana hvað það varðar,“ svarar Þórdís Lóa. Þurfi góða endurskoðun á löggjöfinni Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu kom á fund borgarráðs í dag en hann hefur að undanförnu farið yfir stöðu mála með fulltrúum sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Aðspurður segir hann að meira þurfi til en einstaka átaksverkefni í brunavörnum. „Ég vona að eftir þennan bruna, eftir þennan hörmulega atburð, notum við ekki orðið átak. Því að það þarf í rauninni að gera dálítið góða endurskoðun á löggjöfinni og í rauninni gera þetta dálítið straumlínulaga því að löggjöfin í dag er dálítill bútasaumur. Það þarf tengingar á milli lagabálka og úrræða þannig að ég bind miklar vonir við það,“ segir Jón Viðar í samtali við fréttastofu. Slökkvilismaður að störfum á vettvangi eldsvoðans á Bræðraborgarstíg í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Hann segir að frá því að eldsvoðinn varð í síðustu viku og í kjölfar umræðunnar sem skapaðist í kjölfarið hafi slökkviliðinu borist ábendingar um atvinnu- og íbúðarhúsnæði þar sem óttast er að aðbúnaði sé ábótavant. „Við höfum verið að fá núna töluvert af ábendingum í gegnum ábendingahnapp sem er á heimasíðunni okkar og við erum bara afskaplega þakklát fyrir það og vonum að menn bara haldi áfram, þannig að já, fjöldinn hefur verið að rísa,“ segir Jón Viðar. Er eitthvað þar sem hefur leitt til þess að ástæða hefur þótt til að grípa til einhvers konar aðgerða? „Þetta kom eiginlega bara og heltist yfir okkur þannig að við erum ekki búin að rýna. Sumt af þessu kannski er eitthvað sem við þekkjum, annað ekki. Þannig að við erum að vinna í því núna að flokka og greina.“
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira