Innlent

Nýr þjónustukjarni fyrir fatlað fólk vígður á Akureyri

Andri Eysteinsson skrifar
Byggingin er hin glæsilegasta.
Byggingin er hin glæsilegasta. Akureyrarbær/Kristófer Knutsen

Þjónustukjarni fyrir fatlað fólk í Klettaborg á Akureyri var vígður í bænum í dag. Kjarninn var vígður af Höllu Björk Reynisdóttur forseta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar og afhenti hún Karólínu Gunnarsdóttur sviðsstjóra búsetusviðs lyklana að húsinu.

Þjónustukjarninn mun vera nýtt heimili sex einstaklinga sem þurfa aðstoð í daglegu lífi. Sex íbúðir verða í húsinu auk sameiginlegs rýmis og garðs sem nýtist til samveru. Hver íbúð samanstendur af svefnherbergi, stofu og samliggjandi eldhúsi ásamt baðherbergi, geymslu og sér verandar.

Kjarninn er hátt í 600 fermetrar að stærð og stendur á horni Klettaborgar og Dalsbrautar

Unnið er í þeirri stefnu að leggja niður hefðbundin herbergjasambýli og er markmiðið að veita frekar einstaklingsmiðaða þjónustu þar sem lögð er áhersla á sjálfstæða búsetu.

„„Aðstaða fyrir íbúa og starfsmenn mun gjörbreytast og er mikil eftirvænting hjá öllum með að flytja í nýtt húsnæði,“ segir Kristinn Már Torfason forstöðumaður þjónustukjarnans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×