Innlent

Nýr þjónustukjarni fyrir fatlað fólk vígður á Akureyri

Andri Eysteinsson skrifar
Byggingin er hin glæsilegasta.
Byggingin er hin glæsilegasta. Akureyrarbær/Kristófer Knutsen

Þjónustukjarni fyrir fatlað fólk í Klettaborg á Akureyri var vígður í bænum í dag. Kjarninn var vígður af Höllu Björk Reynisdóttur forseta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar og afhenti hún Karólínu Gunnarsdóttur sviðsstjóra búsetusviðs lyklana að húsinu.

Þjónustukjarninn mun vera nýtt heimili sex einstaklinga sem þurfa aðstoð í daglegu lífi. Sex íbúðir verða í húsinu auk sameiginlegs rýmis og garðs sem nýtist til samveru. Hver íbúð samanstendur af svefnherbergi, stofu og samliggjandi eldhúsi ásamt baðherbergi, geymslu og sér verandar.

Kjarninn er hátt í 600 fermetrar að stærð og stendur á horni Klettaborgar og Dalsbrautar

Unnið er í þeirri stefnu að leggja niður hefðbundin herbergjasambýli og er markmiðið að veita frekar einstaklingsmiðaða þjónustu þar sem lögð er áhersla á sjálfstæða búsetu.

„„Aðstaða fyrir íbúa og starfsmenn mun gjörbreytast og er mikil eftirvænting hjá öllum með að flytja í nýtt húsnæði,“ segir Kristinn Már Torfason forstöðumaður þjónustukjarnans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.