Innlent

Átján stiga hiti í dag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Heitast verður á Vesturlandi og norðvesturhorninu í dag.
Heitast verður á Vesturlandi og norðvesturhorninu í dag. veðurstofa íslands

Austfirðingar mega búa sig undir að sjá lítið til sólar í vikunni ef marka má spákort Veðurstofunnar. Meðfram austur- og suðurströndinni verður jafnframt svalara heldur en í öðrum landshlutum, þar sem jafnvel má búast við 18 stiga hita í dag.

Útlit er fyrir hægan vind á landinu í dag, á bilinu 3 til 8 metra á sekúndu, en þó gæti orðið örlítið hvassara við suðausturströndina og um landið norðvestanvert fram eftir degi. Á sunnan- og vestanverðu landinu má búast við súld, einkum seinnipartinn. Norðaustanlands verður einnig skýjað, en þó þurrt að kalla.

Í öðrum landshlutum sést víða vel til sólar að sögn veðurfræðings. Hitin þar verður á bilinu 12 til 18 stig, en svalara með suður- og austurströndinni þar sem hitinn verður um 7 til 13 stig.

„Meinhægum norðlægum áttum er spáð síðari hluta vikunnar með lítilsháttar vætu hér og hvar, en bjartviðri þess á milli. Víða verður áfram milt í veðri, en svalast um landið austanvert, þar sem sólarstundir þessarar viku gætu orðið öllu færri en annars staðar á landinu,“ að sögn veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Norðan 3-8 m/s og víða léttskýjað, en skýjað við A-ströndina og stöku skúrir S-lands. Hiti frá 7 stigum á annesjum NA-lands, að 17 stigum í innsveitum á SV-landi.

Á föstudag:

Norðaustanátt og bjart með köflum, en víða skýjað og úrkomulítið við ströndina S- og A-verða. Líkur á vætu við Faxaflóa. Hiti 6 til 14 stig, mildast á SV-lands.

Á laugardag, sunnudag og mánudag:

Norðlæg átt, skýjað með köflum og dálítil væta af og til. Kólnar í veðri N-landsAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.