Fótbolti

Vildi ekki fara til Manchester City og er nú atvinnulaus

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Celades virtist frekar týndur í leiknum gegn Villareal í gær.
Celades virtist frekar týndur í leiknum gegn Villareal í gær. Jose Miguel Fernandez/Getty Images

Valencia, sem leikur í spænsku úrvalsdeildinni, hefur ákveðið að losa Albert Celades, þjálfara félagsins, undan samningi en gengið liðsins hefur ekki verið sem skyldi á þessari leiktíð. 

Ákvörðunin er tekin í kjölfar slæmra úrslita fyrir og eftir pásuna sem var gerð vegna kórónufaraldursins. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum og þá hefur það ekki skorað mark í síðustu tveimur leikjum en þeir töpuðust báðir.

Valencia er sem stendur í 8. sæti spænsku deildarinnar, þremur stigum á eftir Getafe sem er í 6. sæti en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Getafe og Real Sociedad - sem er í 7. sæti - eiga bæði leik til góða á Valencia.

Hinn 44 ára gamli Celades – sem lék yfir 120 leiki fyrir Real Madrid og Barcelona á ferlinum ásamt því að – tók við sem aðalþjálfari Valencia fyrir tímabilið sem nú er í gangi. Þar áður hafði hann þjálfað yngri landslið Spánar áður en hann varð aðstoðarmaður Vincent Del Bosque hjá A-landsliðinu. Þaðan lá leiðin yfir í þjálfarateymi Real Madrid og sumarið 2019 fékk hann sitt fyrsta starf sem aðalþjálfari.

Talið er að Pep Guardiola hafi viljað fá Celades sér við hlið eftir að Mikel Arteta tók við Arsenal en Celades var ekki tilbúinn að fara úr því að vera aðalþjálfari í að vera aðstoðarþjálfari aftur. Juanma Lillo var á endanum ráðinn í starfið.

Frá því að Unai Emery yfirgaf Valencia árið 2012 hafa alls 13 menn þjálfað aðallið félagsins.  Voro González tekur við Valencia út þessa leiktíð en þetta er í þriðja sinn sem hann gerist bráðabirgðastjóri liðsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.