Innlent

Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá lokuninni í dag.
Frá lokuninni í dag. Vísir/Einar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að loka hluta Vesturlandsvegar í eina til tvær klukkustundir frá klukkan 13:00 í dag til þess að rannsaka frekar banaslys sem varð á veginum á Kjalarnesi í gær. Tveir létust þegar bifhjól og húsbíll skullu saman.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að vegarkaflinn sem verður lokaður sé á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarvegar. Lokunin hafi ekki áhrif á umferð til og frá Grundarhverfi en öðrum vegfarendum er bent á hjáleið um Kjósarskarðsveg.

Ökumaður og farþegi á bifhjólinu létust í slysinu. Nýtt slitlag er sagt hafa verið á vegarkaflanum þar sem slysið varð og það hafi verið sérstaklega sleipt. Bifhjólasamtökin Sniglarnir hafa boðað til mótmæla við húsakynni Vegagerðarinnar á morgun en þau eiga að beinast gegn hættulegum vegköflum.



Uppfært kl 15: Vinnu á vettvangi er lokið. Vegurinn hefur verið opnaður á nýjan leik.


Tengdar fréttir

Bifhjólasamtök efna til mótmæla við Vegagerðina

Sniglar, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni, næstkomandi þriðjudag. Mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×