Innlent

Reyndi að bjarga lífi sínu með því að stökkva

Sylvía Hall skrifar
Frá vettvangi brunans í gær.
Frá vettvangi brunans í gær. Vísir/Vilhelm

Andor Tibor Vasile, íbúi á Bræðraborgarstíg, bað meðleigjanda sinn um að stökkva ekki út um glugga á húsinu heldur bíða eftir aðstoð. Maðurinn svaraði því að hann ætti fjölskyldu og stökk út um gluggann þegar eldurinn færðist nær.

Þetta kom fram í viðtali fréttastofu RÚV við Andor í kvöld. Hann hafði nýklárað vakt á Kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur þegar eldurinn kviknaði, en hann missti allar eigur sínar í brunanum. Andor hefur verið búsettur í húsinu í sex ár ásamt fjórtán öðrum íbúum.

Tveir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi og einn á gjörgæslu. Fjórir voru fluttir á slysadeild og enn liggja tveir inni. Annar þeirra á gjörgæslu.

73 voru skráðir með lögheimili í húsinu en Andor kannast ekki við það að aðrir íbúar hafi starfað fyrir starfsmannaleigu. 

Andor greiðir 80 þúsund krónur í leigu sem hann segir vera helming af mánaðarlaunum sínum. Aðbúnaður í húsinu hafi þó lengi verið slæmur og þegar verst var neituðu íbúar að greiða leigu, enda höfðu lagnir farið í sundur og þurftu næstum því tuttugu manns þurft að deila eldhúsi og salerni. Eigandinn tók ekki vel í það og sagði íbúum að ef þeir greiddu ekki leigu þyrftu þeir að fara annað.


Tengdar fréttir

Áhætta fylgdi ósamþykktum breytingum á húsinu

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×