Engar fjöldatakmarkanir í gildi þegar kemur að skráningu lögheimilis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júní 2020 23:30 Engin lög eru í gildi sem segja til um að aðeins ákveðinn fjöldi einstaklinga megi vera skráður til lögheimilis á einum stað. Vísir/Hanna Margar spurningar hafa vaknað upp um lög er varða lögheimili eftir að í ljós kom að 73 einstaklingar voru skráðir til lögheimilis að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola síðdegis í gær. Nýlega tóku ný lög um lögheimili gildi og kveða þau á um að einstaklingar þurfi að vera skráðir til lögheimilis á tiltekna íbúð eða sérbýli. Margrét Hauksdóttir hjá Þjóðskrá ræddi skráningu lögheimila í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er fyrst núna um áramótin sem ákvæði taka gildi þar sem einstaklingur skal vera skráður á tiltekna íbúð, tiltekið sérbýli, þannig að við sjáum að þarna sé eingöngu um eina íbúð að ræða. 88% Íslendinga eru þá skráðir núna á tiltekna íbúð eða sérbýli,“ segir Margrét. Hún segir að engar fjöldatakmarkanir hafi verið settar í lögin þegar kemur að skráningu lögheimilis. „Þegar ný lög um þetta voru sett var ekki sett í lög að það skyldi gera einhverja takmörkun á fjölda einstaklinga til lögheimilis í tilteknu húsnæði. Við sjáum fjöldann betur núna og þar sem Þjóðskrá Íslands hefur eftirlit með lögum um lögheimili og aðsetur þá höfum við að okkar eigin frumkvæði skoðað þar sem við sjáum að mikill fjöldi einstaklinga er skráður á tiltekna íbúð eða sérbýli og í rauninni sett kerfisbundin athugun af stað og leitum þá upplýsinga hjá húseiganda hverjir eru sannarlega búsettir í húsnæðinu.“ Þessi vinna fór af stað eftir að ákvæði tók gildi um að einstaklingar skyldu skráðir í tiltekna íbúð. Áður segir hún það bara hafa verið götuheiti og númer þannig að þegar um fjölbýlishús var að ræða var ekki hægt að vita með vissu í hvaða íbúð einstaklingar væru í raun til lögheimilis í. Það liggi nú fyrir. Alls 188 skráðir til lögheimilis að Bræðraborgarstíg 1 frá 2007 „Við erum að vinna okkur niður í þessum fjölda og erum eingöngu að skoða tilvik þar sem um er að ræða fleiri en hundrað,“ segir Margrét. Hún segir ekki mikið um það en unnið sé með tilvikin þegar þau koma upp. „Ég get sagt ykkur það að varðandi þessa húseign þá hafa 188 verið skráðir til lögheimilis frá árinu 2007, 115 eru brottfluttir og enn þá eru 73 skráðir til lögheimilis.“ „Þetta er eitt af þeim tilvikum sem við höfum tekið til skoðunar en við vorum bara að einbeita okkur að hærri fjölda fyrst.“ Hún segir engar reglur til staðar sem segja til um það hve margir megi vera skráðir til lögheimilis á tilteknum fermetrafjölda. „Nú erum við að fá reynslu af nýjum lögheimilislögum og í ljósi þeirrar reynslu verða náttúrulega skoðaðar umbætur.“ Hún segist þeirrar skoðunar að taka eigi það til skoðunar hvort breyta eigi lögum þannig að sagt sé til um hve margir megi vera skráðir til lögheimilis á hverjum stað. „Það þarf að greina það, kosti og galla og líka það að skoða hvernig nágrannalöndin haga svona skráningum. Ég held það séu takmörk þar við fjölda skráninga í tiltekið húsnæði.“ Lögin voru þannig að hægt var að skrá sig til lögheimilis hvar sem var og það var eigandans að kvarta undan því. Margrét segir að þeim lögum hafi verið breytt. „Þannig er að þegar einstaklingur skráir sig til lögheimilis í húsnæði sem hann er ekki sjálfur eigandi að þá fær eigandi tilkynningu um slíka skráningu í pósthólfið sitt á Ísland.is.“ Mótmæli eigandi húsnæðisins nýrri lögheimilsskráningu er farið strax í að kanna hvað standi þar að baki. Margrét segir að það sé yfirleitt leyst úr slíkum málum með því að afskrá lögheimilið af tilteknu húsnæði en hvert tilvik sé þó skoðað fyrir sig. Hægt er að hlusta á viðtalið við Margréti í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík síðdegis Stjórnsýsla Tengdar fréttir Reyndi að bjarga lífi sínu með því að stökkva Andor Tibor Vasile, íbúi á Bræðraborgarstíg, bað meðleigjanda sinn um að stökkva ekki út um glugga á húsinu heldur bíða eftir aðstoð. 26. júní 2020 20:35 Lögmaður eigandans segir brunann harmleik en gagnrýnir Eflingu harðlega Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg sem brann í gær með þeim afleiðingum að þrír létust segir atburðinn ótrúlegan harmleik. 26. júní 2020 17:13 Erlent verkafólk í óboðlegu íbúðarhúsnæði Í dag er sorgardagur, þrjár manneskjur létust í bruna á Bræðraborgarstíg þegar óíbúðarhæft húsnæði brann til grunna. 26. júní 2020 15:30 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa veldur fordæmalausri fækkun fálka Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur taki áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Margar spurningar hafa vaknað upp um lög er varða lögheimili eftir að í ljós kom að 73 einstaklingar voru skráðir til lögheimilis að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola síðdegis í gær. Nýlega tóku ný lög um lögheimili gildi og kveða þau á um að einstaklingar þurfi að vera skráðir til lögheimilis á tiltekna íbúð eða sérbýli. Margrét Hauksdóttir hjá Þjóðskrá ræddi skráningu lögheimila í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er fyrst núna um áramótin sem ákvæði taka gildi þar sem einstaklingur skal vera skráður á tiltekna íbúð, tiltekið sérbýli, þannig að við sjáum að þarna sé eingöngu um eina íbúð að ræða. 88% Íslendinga eru þá skráðir núna á tiltekna íbúð eða sérbýli,“ segir Margrét. Hún segir að engar fjöldatakmarkanir hafi verið settar í lögin þegar kemur að skráningu lögheimilis. „Þegar ný lög um þetta voru sett var ekki sett í lög að það skyldi gera einhverja takmörkun á fjölda einstaklinga til lögheimilis í tilteknu húsnæði. Við sjáum fjöldann betur núna og þar sem Þjóðskrá Íslands hefur eftirlit með lögum um lögheimili og aðsetur þá höfum við að okkar eigin frumkvæði skoðað þar sem við sjáum að mikill fjöldi einstaklinga er skráður á tiltekna íbúð eða sérbýli og í rauninni sett kerfisbundin athugun af stað og leitum þá upplýsinga hjá húseiganda hverjir eru sannarlega búsettir í húsnæðinu.“ Þessi vinna fór af stað eftir að ákvæði tók gildi um að einstaklingar skyldu skráðir í tiltekna íbúð. Áður segir hún það bara hafa verið götuheiti og númer þannig að þegar um fjölbýlishús var að ræða var ekki hægt að vita með vissu í hvaða íbúð einstaklingar væru í raun til lögheimilis í. Það liggi nú fyrir. Alls 188 skráðir til lögheimilis að Bræðraborgarstíg 1 frá 2007 „Við erum að vinna okkur niður í þessum fjölda og erum eingöngu að skoða tilvik þar sem um er að ræða fleiri en hundrað,“ segir Margrét. Hún segir ekki mikið um það en unnið sé með tilvikin þegar þau koma upp. „Ég get sagt ykkur það að varðandi þessa húseign þá hafa 188 verið skráðir til lögheimilis frá árinu 2007, 115 eru brottfluttir og enn þá eru 73 skráðir til lögheimilis.“ „Þetta er eitt af þeim tilvikum sem við höfum tekið til skoðunar en við vorum bara að einbeita okkur að hærri fjölda fyrst.“ Hún segir engar reglur til staðar sem segja til um það hve margir megi vera skráðir til lögheimilis á tilteknum fermetrafjölda. „Nú erum við að fá reynslu af nýjum lögheimilislögum og í ljósi þeirrar reynslu verða náttúrulega skoðaðar umbætur.“ Hún segist þeirrar skoðunar að taka eigi það til skoðunar hvort breyta eigi lögum þannig að sagt sé til um hve margir megi vera skráðir til lögheimilis á hverjum stað. „Það þarf að greina það, kosti og galla og líka það að skoða hvernig nágrannalöndin haga svona skráningum. Ég held það séu takmörk þar við fjölda skráninga í tiltekið húsnæði.“ Lögin voru þannig að hægt var að skrá sig til lögheimilis hvar sem var og það var eigandans að kvarta undan því. Margrét segir að þeim lögum hafi verið breytt. „Þannig er að þegar einstaklingur skráir sig til lögheimilis í húsnæði sem hann er ekki sjálfur eigandi að þá fær eigandi tilkynningu um slíka skráningu í pósthólfið sitt á Ísland.is.“ Mótmæli eigandi húsnæðisins nýrri lögheimilsskráningu er farið strax í að kanna hvað standi þar að baki. Margrét segir að það sé yfirleitt leyst úr slíkum málum með því að afskrá lögheimilið af tilteknu húsnæði en hvert tilvik sé þó skoðað fyrir sig. Hægt er að hlusta á viðtalið við Margréti í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík síðdegis Stjórnsýsla Tengdar fréttir Reyndi að bjarga lífi sínu með því að stökkva Andor Tibor Vasile, íbúi á Bræðraborgarstíg, bað meðleigjanda sinn um að stökkva ekki út um glugga á húsinu heldur bíða eftir aðstoð. 26. júní 2020 20:35 Lögmaður eigandans segir brunann harmleik en gagnrýnir Eflingu harðlega Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg sem brann í gær með þeim afleiðingum að þrír létust segir atburðinn ótrúlegan harmleik. 26. júní 2020 17:13 Erlent verkafólk í óboðlegu íbúðarhúsnæði Í dag er sorgardagur, þrjár manneskjur létust í bruna á Bræðraborgarstíg þegar óíbúðarhæft húsnæði brann til grunna. 26. júní 2020 15:30 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa veldur fordæmalausri fækkun fálka Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur taki áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Reyndi að bjarga lífi sínu með því að stökkva Andor Tibor Vasile, íbúi á Bræðraborgarstíg, bað meðleigjanda sinn um að stökkva ekki út um glugga á húsinu heldur bíða eftir aðstoð. 26. júní 2020 20:35
Lögmaður eigandans segir brunann harmleik en gagnrýnir Eflingu harðlega Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg sem brann í gær með þeim afleiðingum að þrír létust segir atburðinn ótrúlegan harmleik. 26. júní 2020 17:13
Erlent verkafólk í óboðlegu íbúðarhúsnæði Í dag er sorgardagur, þrjár manneskjur létust í bruna á Bræðraborgarstíg þegar óíbúðarhæft húsnæði brann til grunna. 26. júní 2020 15:30
73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16