Hönnun og myndlist mætast í einu og sama efninu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. júní 2020 07:00 Ilmsturta Nordic Angan hefur vakið mikla athygli á sýningunni efni:viður á HönnunarMars í Hafnarborg. Vísir/Vilhelm Á sýningunni efni:viður í Hafnarborg í Hafnarfirði er viður í forgrunni. Um er að ræða sýningu sem tvinnar saman innanhúshönnun, vöruhönnun og upplifunarhönnun. „Viður er náttúrulegt efni sem lýtur jafnt lögmálum umhverfisins og hendingarinnar. Hann lætur ekki léttilega að stjórn og hefur efnið oft áhrif á endanlega útkomu, bæði hvað varðar áferð og lögun. Sjónum verður beint að mörkum listgreina sem hafa orðið sífellt óljósari á síðustu árum og eru jafnvel að einhverju marki hætt að skipta máli,“ segir um sýninguna. HönnunarMars í Hafnarborg - efni:viðurVísir/Vilhelm Hönnun og myndlist mætast í einu og sama efninu á sýningunni, sem er framlag Hafnarborgar til HönnunarMars í ár. Sýningin mun þó standa opin til 23. ágúst en um helgina mun eiga sér spjall á milli nokkurra þátttakanda sýningarinnar. HönnunarMars í Hafnarborg - efni:viðurVísir/Vilhelm „Hugmyndin að baki sýningunni er að tefla saman hönnuðum og listafólki með mismunandi bakgrunn og ólíkar áherslur í myndmáli, sem eiga það þó sammerkt að vinna með og kljást við þetta fallega efni, í einni eða annarri mynd, þegar þau framkalla hugmyndir sínar. Þá verða sýnd ný og nýleg dæmi um verk á sviði myndlistar og hönnunar, sem öll eru unnin úr sama efni:við.“ HönnunarMars í Hafnarborg - efni:viðurVísir/Vilhelm Þátttakendur sýningarinnar eru Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Agustav (Ágústa Magnúsdóttir og Gustav Jóhannsson), Björn Steinar Blumenstein, Guðjón Ketilsson, Indíana Auðunsdóttir, Nordic Angan, Rósa Gísladóttir, Sindri Leifsson, Tinna Gunnarsdóttir og Unndór Egill Jónsson. Sýningarstjóri er Unnur Mjöll S. Leifsdóttir. Sýningin er opin alla helgina frá 12 til 17. HönnunarMars í Hafnarborg - efni:viðurVísir/Vilhelm Sýnendaspjall – Björn Steinar Blumenstein og Unndór Egill Jónsson 27. júní kl. 14 Um helgina munu eiga sér stað spjall á milli nokkurra þátttakenda sýningarinnar, þar sem gestir geta fengið innsýn í ferli hönnunar og listsköpunar. Í fyrra sýnendaspjallinu, sem fer fram í dag, mætast vöruhönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein og myndlistarmaðurinn Unndór Egill Jónsson. Þá verður meðal annars rætt hvað er líkt og ólíkt með nálgun hönnuða og myndlistarmanna við sama efni:við. Sýnendaspjall – Agustav og Sindri Leifsson 28. júní kl. 14 Í síðara sýnendaspjalli helgarinnar, sunnudaginn 28. júní, mætast hönnunarteymið Agustav, skipað þeim Ágústu Magnúsdóttur og Gustav Jóhannssyni, og myndlistarmaðurinn Sindri Leifsson. Rætt verður um mismunandi sjónarmið og þær svipuðu áskoranir sem felast í því að eiga við sama efni:við. í Hafnarfirði er einnig sýning um helgina á heimilislínunni Circle hjá hjónunum Ýr Káradóttur og Anthony Bacigalupo á Suðurgötu 8. Línan Circle frá Reykjavík Trading Co. er unnin í samstarfi við keramik listamann og valda veitingastaði nálægt heimili fjölskyldunnar í Hafnarfirði. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars. Hafnarfjörður HönnunarMars Tíska og hönnun Myndlist Tengdar fréttir Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall tvö Í hönnunarspjallþætti dagsins verður farið yfir sýningar og viðburði dagsins áður og það sem framundan er á HönnunarMars hátíðinni með vel völdum einstaklingum, sem og lifandi samtal um hönnun í ljósi hamfarahlýnunar, hraðra tækniframfara, samfélagsbreytinga og nú síðast covid 19. 26. júní 2020 14:01 Verðlaunasýningar á Hafnartorgi vöktu athygli Félag íslenskra teiknara opnaði tvær alþjóðlegar verðlaunasýningar á Hafnartorgi í tilefni af HönnunarMars 2020. Um er að ræða farandsýningu Art Directors Club of Europe þar sem verðlaunuð verk víðsvegar að úr Evrópu verða til sýnis og Tolerance Project listamannsins Mirko Ilic. 26. júní 2020 10:00 Nýttu matarafganga veitingastaða í hönnun nýrrar heimilislínu Hjónin Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo sýna einstaka heimilislínu á HönnunarMars í ár, sem unnin er í samstarfi við keramik listamann og valda veitingastaði staðsetta í nærumhverfi þeirra í Hafnarfirði. 25. júní 2020 16:00 Nýttu matarafganga veitingastaða í hönnun nýrrar heimilislínu Hjónin Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo sýna einstaka heimilislínu á HönnunarMars í ár, sem unnin er í samstarfi við keramik listamann og valda veitingastaði staðsetta í nærumhverfi þeirra í Hafnarfirði. 25. júní 2020 16:00 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Á sýningunni efni:viður í Hafnarborg í Hafnarfirði er viður í forgrunni. Um er að ræða sýningu sem tvinnar saman innanhúshönnun, vöruhönnun og upplifunarhönnun. „Viður er náttúrulegt efni sem lýtur jafnt lögmálum umhverfisins og hendingarinnar. Hann lætur ekki léttilega að stjórn og hefur efnið oft áhrif á endanlega útkomu, bæði hvað varðar áferð og lögun. Sjónum verður beint að mörkum listgreina sem hafa orðið sífellt óljósari á síðustu árum og eru jafnvel að einhverju marki hætt að skipta máli,“ segir um sýninguna. HönnunarMars í Hafnarborg - efni:viðurVísir/Vilhelm Hönnun og myndlist mætast í einu og sama efninu á sýningunni, sem er framlag Hafnarborgar til HönnunarMars í ár. Sýningin mun þó standa opin til 23. ágúst en um helgina mun eiga sér spjall á milli nokkurra þátttakanda sýningarinnar. HönnunarMars í Hafnarborg - efni:viðurVísir/Vilhelm „Hugmyndin að baki sýningunni er að tefla saman hönnuðum og listafólki með mismunandi bakgrunn og ólíkar áherslur í myndmáli, sem eiga það þó sammerkt að vinna með og kljást við þetta fallega efni, í einni eða annarri mynd, þegar þau framkalla hugmyndir sínar. Þá verða sýnd ný og nýleg dæmi um verk á sviði myndlistar og hönnunar, sem öll eru unnin úr sama efni:við.“ HönnunarMars í Hafnarborg - efni:viðurVísir/Vilhelm Þátttakendur sýningarinnar eru Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Agustav (Ágústa Magnúsdóttir og Gustav Jóhannsson), Björn Steinar Blumenstein, Guðjón Ketilsson, Indíana Auðunsdóttir, Nordic Angan, Rósa Gísladóttir, Sindri Leifsson, Tinna Gunnarsdóttir og Unndór Egill Jónsson. Sýningarstjóri er Unnur Mjöll S. Leifsdóttir. Sýningin er opin alla helgina frá 12 til 17. HönnunarMars í Hafnarborg - efni:viðurVísir/Vilhelm Sýnendaspjall – Björn Steinar Blumenstein og Unndór Egill Jónsson 27. júní kl. 14 Um helgina munu eiga sér stað spjall á milli nokkurra þátttakenda sýningarinnar, þar sem gestir geta fengið innsýn í ferli hönnunar og listsköpunar. Í fyrra sýnendaspjallinu, sem fer fram í dag, mætast vöruhönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein og myndlistarmaðurinn Unndór Egill Jónsson. Þá verður meðal annars rætt hvað er líkt og ólíkt með nálgun hönnuða og myndlistarmanna við sama efni:við. Sýnendaspjall – Agustav og Sindri Leifsson 28. júní kl. 14 Í síðara sýnendaspjalli helgarinnar, sunnudaginn 28. júní, mætast hönnunarteymið Agustav, skipað þeim Ágústu Magnúsdóttur og Gustav Jóhannssyni, og myndlistarmaðurinn Sindri Leifsson. Rætt verður um mismunandi sjónarmið og þær svipuðu áskoranir sem felast í því að eiga við sama efni:við. í Hafnarfirði er einnig sýning um helgina á heimilislínunni Circle hjá hjónunum Ýr Káradóttur og Anthony Bacigalupo á Suðurgötu 8. Línan Circle frá Reykjavík Trading Co. er unnin í samstarfi við keramik listamann og valda veitingastaði nálægt heimili fjölskyldunnar í Hafnarfirði. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
Hafnarfjörður HönnunarMars Tíska og hönnun Myndlist Tengdar fréttir Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall tvö Í hönnunarspjallþætti dagsins verður farið yfir sýningar og viðburði dagsins áður og það sem framundan er á HönnunarMars hátíðinni með vel völdum einstaklingum, sem og lifandi samtal um hönnun í ljósi hamfarahlýnunar, hraðra tækniframfara, samfélagsbreytinga og nú síðast covid 19. 26. júní 2020 14:01 Verðlaunasýningar á Hafnartorgi vöktu athygli Félag íslenskra teiknara opnaði tvær alþjóðlegar verðlaunasýningar á Hafnartorgi í tilefni af HönnunarMars 2020. Um er að ræða farandsýningu Art Directors Club of Europe þar sem verðlaunuð verk víðsvegar að úr Evrópu verða til sýnis og Tolerance Project listamannsins Mirko Ilic. 26. júní 2020 10:00 Nýttu matarafganga veitingastaða í hönnun nýrrar heimilislínu Hjónin Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo sýna einstaka heimilislínu á HönnunarMars í ár, sem unnin er í samstarfi við keramik listamann og valda veitingastaði staðsetta í nærumhverfi þeirra í Hafnarfirði. 25. júní 2020 16:00 Nýttu matarafganga veitingastaða í hönnun nýrrar heimilislínu Hjónin Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo sýna einstaka heimilislínu á HönnunarMars í ár, sem unnin er í samstarfi við keramik listamann og valda veitingastaði staðsetta í nærumhverfi þeirra í Hafnarfirði. 25. júní 2020 16:00 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall tvö Í hönnunarspjallþætti dagsins verður farið yfir sýningar og viðburði dagsins áður og það sem framundan er á HönnunarMars hátíðinni með vel völdum einstaklingum, sem og lifandi samtal um hönnun í ljósi hamfarahlýnunar, hraðra tækniframfara, samfélagsbreytinga og nú síðast covid 19. 26. júní 2020 14:01
Verðlaunasýningar á Hafnartorgi vöktu athygli Félag íslenskra teiknara opnaði tvær alþjóðlegar verðlaunasýningar á Hafnartorgi í tilefni af HönnunarMars 2020. Um er að ræða farandsýningu Art Directors Club of Europe þar sem verðlaunuð verk víðsvegar að úr Evrópu verða til sýnis og Tolerance Project listamannsins Mirko Ilic. 26. júní 2020 10:00
Nýttu matarafganga veitingastaða í hönnun nýrrar heimilislínu Hjónin Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo sýna einstaka heimilislínu á HönnunarMars í ár, sem unnin er í samstarfi við keramik listamann og valda veitingastaði staðsetta í nærumhverfi þeirra í Hafnarfirði. 25. júní 2020 16:00
Nýttu matarafganga veitingastaða í hönnun nýrrar heimilislínu Hjónin Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo sýna einstaka heimilislínu á HönnunarMars í ár, sem unnin er í samstarfi við keramik listamann og valda veitingastaði staðsetta í nærumhverfi þeirra í Hafnarfirði. 25. júní 2020 16:00