Innlent

„Boltinn í raun og veru hjá félaginu“

Andri Eysteinsson skrifar
Forsætisráðherra segist ekki gera ráð fyrir því að ríkið gangi inn í eignarhald Icelandair Group.
Forsætisráðherra segist ekki gera ráð fyrir því að ríkið gangi inn í eignarhald Icelandair Group. Vísir/Vilhelm

Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst klukkan tíu í morgun á Hilton hóteli þar sem farið var yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var aðfaranótt gærdagsins. Ráðgert er að annar fundur verði haldinn á sama stað klukkan 12:30.

Mörg atriði þurfa að ganga upp til þess að hlutafjárútboð Icelandair í næstu viku náist og var samningur við flugfreyjufélagið eitt af þeim atriðum.

Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu hlutafjárútboðsins og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki sé gert ráð fyrir að ríkið gangi inn í eignarhald félagsins

„Það er ekki eitthvað sem við erum að reikna með núna. Boltinn er í raun og veru hjá félaginu og það liggur fyrir að þau eru að vinna að sínu plani.“

Það kemur ekki til greina?

„Ég meina, eins og ég segi, staðan er þessi núna og eins og alltaf í svona málum þá fylgjumst við grannt með stöðunni eins og við höfum ítrekað sagt og metum hana í raun og veru frá degi til dags,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við Sunnu Sæmundsdóttur fréttamann.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.