„Risastórt fyrir stéttina“ Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 25. júní 2020 12:15 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/vilhelm Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt, að mati formanns fyrrnefnda félagsins. Um sé að ræða „risastórt“ skref fyrir stéttina en hagræðingarkröfur Icelandair hafi verið miklar. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður FFÍ segir í samtali við fréttastofu að það sé mikill léttir að hafa náð að skrifa undir kjarasamning eftir „mjög þungar og flóknar“ kjaraviðræður síðustu vikna. „Hagræðingarkrafa frá félaginu var mjög mikil og við vorum reiðubúin að veita eftirgjafir til að koma til móts við félagið á þessum erfiðu tímum og í rauninni sýnum þannig í verki að flugfreyjur og -þjónar félagsins eru tilbúin að leggja sitt af mörkum,“ segir Guðlaug. „Það er hins vegar ákveðinn varnarsigur að við stóðum vörð um starfsöryggi stéttarinnar, sem var búið að taka út í fyrri tilboðum frá félaginu, og við erum mjög stolt af því í dag.“ Guðlaug segir ekki tímabært að fara nánar ofan í saumana á umræddum atriðum sem ekki gætti í fyrri tilboðum frá félaginu. „Það eru kannski einstök ákvæði í kjarasamningi sem hefðu breytt starfsöryggi stéttarinnar, sem er ekki hægt að fara alveg ofan í kjölinn á því. En þetta er í rauninni risastórt fyrir stéttina og þeir sem starfa eftir skilja út á hvað málið gengur.“ Með samningnum koma flugfreyjur til móts kröfur Icelandair og taka m.a. á sig aukið vinnuframlag, líkt og fram kom í máli Boga Nils Bogasonar forstjóra í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi. „Það er aukið vinnuframlag og eftirgjafir á ýmsum atriðum,“ segir Guðlaug. Hún kveðst ekki ætla að ræða einstök atriði samningsins nánar fyrr en búið er að kynna hann fyrir félagsmönnum. Kynningarfundir þess efnis verða haldnir á morgun og svo gerir Guðlaug ráð fyrir að niðurstaða úr atkvæðagreiðslu liggi fyrir í lok næstu viku. Þá segir hún viðtökurnar við fregnum næturinnar meðal félagsmanna hafa verið góðar. „Miðað við þær kveðjur sem okkur hafa borist í morgun þá veit ég, og fullyrði, að hópurinn er þakklátur fyrir að við séum með undirritaðan samning og svo bara þarf tíminn að leiða það í ljós hvað hver og einn velur sér að gera. En ég hef trú á því að við séum búin að ná fram því sem hægt var að ná fram og félagsmenn okkar meta það.“ Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32 Ummæli Boga í Mannlífi komu Flugfreyjufélaginu á óvart Fundi milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk nú klukkan 19:30 án niðurstöðu. Umræður á fundinum voru góðar að sögn formanns FFÍ. 19. júní 2020 20:03 „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira
Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt, að mati formanns fyrrnefnda félagsins. Um sé að ræða „risastórt“ skref fyrir stéttina en hagræðingarkröfur Icelandair hafi verið miklar. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður FFÍ segir í samtali við fréttastofu að það sé mikill léttir að hafa náð að skrifa undir kjarasamning eftir „mjög þungar og flóknar“ kjaraviðræður síðustu vikna. „Hagræðingarkrafa frá félaginu var mjög mikil og við vorum reiðubúin að veita eftirgjafir til að koma til móts við félagið á þessum erfiðu tímum og í rauninni sýnum þannig í verki að flugfreyjur og -þjónar félagsins eru tilbúin að leggja sitt af mörkum,“ segir Guðlaug. „Það er hins vegar ákveðinn varnarsigur að við stóðum vörð um starfsöryggi stéttarinnar, sem var búið að taka út í fyrri tilboðum frá félaginu, og við erum mjög stolt af því í dag.“ Guðlaug segir ekki tímabært að fara nánar ofan í saumana á umræddum atriðum sem ekki gætti í fyrri tilboðum frá félaginu. „Það eru kannski einstök ákvæði í kjarasamningi sem hefðu breytt starfsöryggi stéttarinnar, sem er ekki hægt að fara alveg ofan í kjölinn á því. En þetta er í rauninni risastórt fyrir stéttina og þeir sem starfa eftir skilja út á hvað málið gengur.“ Með samningnum koma flugfreyjur til móts kröfur Icelandair og taka m.a. á sig aukið vinnuframlag, líkt og fram kom í máli Boga Nils Bogasonar forstjóra í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi. „Það er aukið vinnuframlag og eftirgjafir á ýmsum atriðum,“ segir Guðlaug. Hún kveðst ekki ætla að ræða einstök atriði samningsins nánar fyrr en búið er að kynna hann fyrir félagsmönnum. Kynningarfundir þess efnis verða haldnir á morgun og svo gerir Guðlaug ráð fyrir að niðurstaða úr atkvæðagreiðslu liggi fyrir í lok næstu viku. Þá segir hún viðtökurnar við fregnum næturinnar meðal félagsmanna hafa verið góðar. „Miðað við þær kveðjur sem okkur hafa borist í morgun þá veit ég, og fullyrði, að hópurinn er þakklátur fyrir að við séum með undirritaðan samning og svo bara þarf tíminn að leiða það í ljós hvað hver og einn velur sér að gera. En ég hef trú á því að við séum búin að ná fram því sem hægt var að ná fram og félagsmenn okkar meta það.“
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32 Ummæli Boga í Mannlífi komu Flugfreyjufélaginu á óvart Fundi milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk nú klukkan 19:30 án niðurstöðu. Umræður á fundinum voru góðar að sögn formanns FFÍ. 19. júní 2020 20:03 „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira
Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32
Ummæli Boga í Mannlífi komu Flugfreyjufélaginu á óvart Fundi milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk nú klukkan 19:30 án niðurstöðu. Umræður á fundinum voru góðar að sögn formanns FFÍ. 19. júní 2020 20:03
„Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32