Innlent

Skjálfti fjórir að stærð í morgun

Atli Ísleifsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði. Vísir/egill

Jarðskjálfti sem mældist fjórir að stærð varð rúma þrjátíu kílómetra norðaustur af Siglufirði klukkan sjö í morgun.

Þetta var þó eini stóri skjálftinn sem mældist í morgun. Alls mældust um fimm hundruð skjálftar frá miðnætti en nær allir undir þremur að stærð.

Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að lítillega hafi dregið úr virkni í hrinunni í nótt.

Frá upphafi skjálftahrinunnar 19. júní hafa fimm þúsund skjálftar mælst á Tjörnesbrotabeltinu á Norðurlandi.

„Þrír skjálftar yfir 5 að stærð hafa mælst í hrinunni, sá stærsti á sunnudagskvöldið kl. 19:07 af stærð 5,8 rúma 30 km NNA af Siglufirði. Aðrir skjálftar yfir 5 að stærð voru 5,6 og 5,4 að stærð og voru staðsettir rúma 20 km NA af Siglufirði.

Enn mælist mikið af minni skjálftum á svæðinu og áfram eru líkur á því að fleiri stærri skjálftar muni verða,“ segir á vef Veðurstofunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.