Innlent

Hvorki Guðni né Guðmundur halda kosningavöku

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frambjóðendur_samsett

Hvorki Guðmundur Franklín Jónsson né Guðni Th. Jóhannesson, frambjóðendur í forsetakosningnum, munu halda opinberar kosningavökur að kvöldi kjördags, næstkomandi laugardagskvöld, líkt og venja er.

Samkvæmt upplýsingum frá teymi Guðna mun forsetinn ekki halda neina kosningavöku og mbl.is greinir frá því að Guðmundur Franklín muni heldur ekki halda neinn opinberan viðburð að kvöldi kjördags.

Undanfarna ár og áratugi hafa frambjóðendur og framboð haldið kosningavökur í tilefni kosninga þar sem ýmist er hægt að fagna sigrum eða gráta tap í faðmi stuðningsmanna.

 Það yrði hins vegar erfiðara í ár því samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar heimila ekki opnun skemmtistaða fram yfir klukkan 23, og gildir þetta líka um sali sem leigðir eru út í einkasamkvæmi.

Kjörstaðir loka klukkan tíu að kvöldi og því ljóst að frambjóðendum gæfist ekki mikill tími til að fagna nýjustu tölum með stuðningsmönnum sínum á sérstakri kosningavöku næstkomandi laugardagskvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×