Innlent

Þrír greindust með veiruna við landa­mæra­skimun

Atli Ísleifsson skrifar
Virk smit á landinu eru nú níu.
Virk smit á landinu eru nú níu. LANDSPÍTALI/ÞORKELL

Alls greindust þrjú kórónuveirusmit við landamæraskimun í gær, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Virk smit á landinu eru nú níu, en voru átta í gær. Tveir hafa þá náð bata síðan í gær.

Alls hafa því 1.827 greinst með veiruna frá upphafi faraldursins, þar af fjórtán við landamæraskimun. Á covid.is segir að af þeim fjórtán sem hafi greinst við landamæraskimum séu tíu ekki smitandi, tveir smitandi og beðið sé eftir upplýsingum í tilvikum tveggja.

Síðasta sólarhringin voru tekin 1.413 sýni við landamæri, þrettán hjá Íslenskri erfðagreiningu og 73 hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Alls eru 249 manns í sóttkví og fækkar þeim um þrjátíu milli daga.

Alls hafa 71.571 sýni hafa nú verið tekin hér á landi frá upphafi faraldurs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×