Ekkert saknæmt við andlát Steve Bing Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2020 10:44 Steve Bing árið 2006. Getty Dánardómstjóri í Los Angeles hefur staðfest að kvikmyndaframleiðandinn Steve Bing hafi svipt sig lífi. Hinn 55 ára Bing, sem einnig var þekktur fyrir að hafa verið fyrrverandi kærasti og barnsfaðir leikkonunnar og fyrirsætunnar Elizabeth Hurley, fannst látinn fyrir framan háhýsi í Los Angeles á mánudaginn. Bing var einnig handritshöfundur og þekktur fyrir aðkomu sína að myndunum Get Carter, Kangaroo Jack, Hotel Noir, Rules Don‘t Apply og Every Breath. Þá fjármagnaði hann gerð mynda á borð við Polar Express og Rolling Stones tónleikamyndina Shine a Light. Hurley hefur minnst Bing á samfélagsmiðlum þar sem hún segir tíma þeirra saman hafa verið góðan og að hann hafi verið „yndislegur og góður maður“. Þau hafi á síðasta ári orðið náin á ný og að þau hafi síðast rætt saman á átján ára afmælisdegi sonar þeirra. I m saddened beyond belief that Steve is no longer with us. Our time together was very happy & although there were some tough times, the memories of a sweet, kind man are what matter. We became close again in the last year & last spoke on our son s 18th. This is devastating news. pic.twitter.com/aivYc5lL3x— Elizabeth Hurley (@ElizabethHurley) June 23, 2020 Bing auðgaðist mikið þegar hann var átján ára gamall og fékk 600 milljónir dala í arf frá afa sínum, fasteignamógúlnum Leo Bing. Steve Bing mar mikill stuðningsmaður og vinur Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og gaf á sínum tíma um 10 milljónir dala í kosningasjóði hans. Þá fjármagnaði hann ferð Clinton til Norður-Kóreu árið 2009 þar sem forsetinn fyrrverandi samdi um lausn tveggja bandarískra fréttamanna úr haldi norður-kóreskra yfirvalda. Bing lætur eftir sig tvö börn, átján ára son sem hann átti með Liz Hurley og tvítuga dóttur sem hann eignaðist með tennisspilaranum Lisa Bonder. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bandaríkin Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Dánardómstjóri í Los Angeles hefur staðfest að kvikmyndaframleiðandinn Steve Bing hafi svipt sig lífi. Hinn 55 ára Bing, sem einnig var þekktur fyrir að hafa verið fyrrverandi kærasti og barnsfaðir leikkonunnar og fyrirsætunnar Elizabeth Hurley, fannst látinn fyrir framan háhýsi í Los Angeles á mánudaginn. Bing var einnig handritshöfundur og þekktur fyrir aðkomu sína að myndunum Get Carter, Kangaroo Jack, Hotel Noir, Rules Don‘t Apply og Every Breath. Þá fjármagnaði hann gerð mynda á borð við Polar Express og Rolling Stones tónleikamyndina Shine a Light. Hurley hefur minnst Bing á samfélagsmiðlum þar sem hún segir tíma þeirra saman hafa verið góðan og að hann hafi verið „yndislegur og góður maður“. Þau hafi á síðasta ári orðið náin á ný og að þau hafi síðast rætt saman á átján ára afmælisdegi sonar þeirra. I m saddened beyond belief that Steve is no longer with us. Our time together was very happy & although there were some tough times, the memories of a sweet, kind man are what matter. We became close again in the last year & last spoke on our son s 18th. This is devastating news. pic.twitter.com/aivYc5lL3x— Elizabeth Hurley (@ElizabethHurley) June 23, 2020 Bing auðgaðist mikið þegar hann var átján ára gamall og fékk 600 milljónir dala í arf frá afa sínum, fasteignamógúlnum Leo Bing. Steve Bing mar mikill stuðningsmaður og vinur Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og gaf á sínum tíma um 10 milljónir dala í kosningasjóði hans. Þá fjármagnaði hann ferð Clinton til Norður-Kóreu árið 2009 þar sem forsetinn fyrrverandi samdi um lausn tveggja bandarískra fréttamanna úr haldi norður-kóreskra yfirvalda. Bing lætur eftir sig tvö börn, átján ára son sem hann átti með Liz Hurley og tvítuga dóttur sem hann eignaðist með tennisspilaranum Lisa Bonder. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bandaríkin Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent