„Við megum ekki fagna of snemma“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 20:05 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. Þetta sagði hún í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún fjallaði einna helst um viðbrögð yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum og mikilvægi þess að fagna ekki of snemma. „Það hefur líka skipt máli við þessar aðstæður að hafa við stjórnvölinn flokka sem allir hafa ákveðna kjölfestu og innri styrk og fara ekki á taugum þó að gefi á bátinn,“ sagði Þórdís. Hún fór yfir þann árangur sem náðst hefur undanfarnar vikur, en dró þó ekki úr þeim afleiðingum sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á efnahag landsins. „Áhrifin af því munu vara lengi og eiga líklega enn þá eftir að koma að fullu fram. Á hinn bóginn er bæði atvinnulífið og samfélagið smám saman að komast aftur í eðlilegra horf, skref fyrir skref, með þeirri bjartsýni sem sú þróun hlýtur að vekja með okkur.“ „Nú þurfum við að verja þennan árangur með því að vera áfram ábyrg og skynsöm. Sigur gegn plágunni er ekki í höfn. Við megum ekki fagna of snemma,“ sagði Þórdís. Hún sagði þó jafnframt að samhliða því að bregðast við kórónuveirunni þurfi að beina sjónum að því verkefni að rísa aftur á fætur. Það yrði gert með því að hafa virkjun einstaklingsframtaksins að leiðarljósi til að auka aftur tekjur þjóðarbúsins. „Ekkert er betur til þess fallið að auka tekjur þjóðarbúsins en athafnafrelsi; frjálst einstaklingsframtak. Við tölum stundum um verðmætasköpun í þessu sambandi, og að ríkið búi ekki til verðmæti heldur einstaklingarnir, en það er ekki alveg nákvæmt orðalag, því það er jú fleira verðmæti en tekjur.“ „Öryggi, menntun og heilbrigði eru dæmi um verðmæti sem við erum flest sammála um að ríkið eigi að taka þátt í að tryggja okkur. En þegar kemur að tekjuöflun þá stenst enginn athafnafrelsi og einstaklingsframtaki snúning. Frelsi og framtak eru orkan sem knýr gangverk tekjuöflunar þjóðarbúsins,“ sagði Þórdís. Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. Þetta sagði hún í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún fjallaði einna helst um viðbrögð yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum og mikilvægi þess að fagna ekki of snemma. „Það hefur líka skipt máli við þessar aðstæður að hafa við stjórnvölinn flokka sem allir hafa ákveðna kjölfestu og innri styrk og fara ekki á taugum þó að gefi á bátinn,“ sagði Þórdís. Hún fór yfir þann árangur sem náðst hefur undanfarnar vikur, en dró þó ekki úr þeim afleiðingum sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á efnahag landsins. „Áhrifin af því munu vara lengi og eiga líklega enn þá eftir að koma að fullu fram. Á hinn bóginn er bæði atvinnulífið og samfélagið smám saman að komast aftur í eðlilegra horf, skref fyrir skref, með þeirri bjartsýni sem sú þróun hlýtur að vekja með okkur.“ „Nú þurfum við að verja þennan árangur með því að vera áfram ábyrg og skynsöm. Sigur gegn plágunni er ekki í höfn. Við megum ekki fagna of snemma,“ sagði Þórdís. Hún sagði þó jafnframt að samhliða því að bregðast við kórónuveirunni þurfi að beina sjónum að því verkefni að rísa aftur á fætur. Það yrði gert með því að hafa virkjun einstaklingsframtaksins að leiðarljósi til að auka aftur tekjur þjóðarbúsins. „Ekkert er betur til þess fallið að auka tekjur þjóðarbúsins en athafnafrelsi; frjálst einstaklingsframtak. Við tölum stundum um verðmætasköpun í þessu sambandi, og að ríkið búi ekki til verðmæti heldur einstaklingarnir, en það er ekki alveg nákvæmt orðalag, því það er jú fleira verðmæti en tekjur.“ „Öryggi, menntun og heilbrigði eru dæmi um verðmæti sem við erum flest sammála um að ríkið eigi að taka þátt í að tryggja okkur. En þegar kemur að tekjuöflun þá stenst enginn athafnafrelsi og einstaklingsframtaki snúning. Frelsi og framtak eru orkan sem knýr gangverk tekjuöflunar þjóðarbúsins,“ sagði Þórdís. Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Sjá meira