Eins og kletturinn væri að detta undan höndunum á henni Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2020 11:48 Lukka sést hér með hvítan hjálm í klettunum um helgina. Aðsend Hópur klifrara sem var við klifur í gilinu við Munkaþverá um helgina fann vel fyrir stóru jarðskjálftunum sem riðu yfir úti fyrir Norðurlandi á laugardag. Ein úr hópnum lýsir því að kletturinn undir höndunum á henni hafi virst laus þegar jörð skalf en þegar hún seig aftur niður var allt orðið pikkfast á ný. Afar öflug jarðskjálftahrina hefur verið í gangi úti fyrir Eyjafirði síðustu sólarhringa. Skjálftar að stærð 5,4 og 5,6 mældust skömmu eftir klukkan þrjú og um klukkan hálf átta á laugardag, tveir af þeim stærstu í hrinunni nú. Jörð hélt áfram að skjálfa dagana á eftir og á sunnudag mældist stærsti skjálftinn í hrinunni, 5,8 að stærð. Styrkur skjálftanna hefur þó minnkað, fjöldi skjálfta mældist í nótt en enginn þeirra var yfir þremur að stærð. Eins og gripin væru laus en voru í raun pikkföst Lukka Mörk Sigurðardóttir, sextán ára klifrari, var að klifra í klettum í gilinu við Munkaþverá í grennd við Akureyri ásamt þjálfara og um sex öðrum krökkum þegar stóru skjálftarnir urðu á laugardag. Lukka segir í samtali við Vísi að hópurinn hafi byrjað klifrið um klukkan eitt eftir hádegi og verið að til um átta eða níu – og þannig fundið fyrir báðum skjálftunum, auk nokkurra eftirskjálfta. „Við fundum fyrir því þegar við vorum að klifra að það var eins og sumir hlutarnir af klettunum væru lausir, en svo þegar við fórum niður aftur var það allt pikkfast. Þannig að það hefur akkúrat komið jarðskjálfti þegar við vorum að klifra og okkur fannst þess vegna eins og gripin væru laus þegar þau voru í rauninni föst,“ segir Lukka. Hópurinn sem klifraði saman um helgina. Lukka er fremst til hægri á mynd.Aðsend „Maður tók einhvers staðar í klettinn og manni fannst eins og það væri að detta af það sem maður hélt í. Svo þegar við vorum komin upp og sigum aftur niður tókum við í á sömu stöðum og þá var eins og það væri pikkfast, hreyfðist ekki neitt.“ Varð aldrei hrædd Engum varð þó meint af ævintýrinu, enda öryggisbúnaður í fullkomnu lagi. „Svo var ég einu sinni að klifra og kletturinn hristist svolítið. Svo var vinur minn að klifra og ég að tryggja hann og þá hrundi sandur og smásteinar yfir okkur. En það eru allir með hjálm í íþróttinni út af þessum ástæðu, grjóthruni og svoleiðis, þannig að það slasaðist enginn.“ Lukka, sem hóf klifurferilinn átta ára, kveðst aldrei hafa fundið fyrir slíku áður. „Þetta var mjög furðulegt að grípa í. Því maður hefur alveg fundið fyrir einhverju lausu í klettunum áður en þá hefur það verið laust fyrir. En þetta var alveg pikkfast og maður var alltaf að finna fyrir einhverjum hristingi.“ En varð Lukka einhvern tímann hrædd? „Nei,“ svarar hún að bragði. „Því við vitum að allur öryggisbúnaður sem við erum með er nánast hundrað prósent öruggur. Þannig að við vissum að þó að eitthvað myndi gerast værum við alveg örugg.“ Forsíðumyndin í fullri stærð.Aðsend Eyjafjarðarsveit Eldgos og jarðhræringar Klifur Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Hópur klifrara sem var við klifur í gilinu við Munkaþverá um helgina fann vel fyrir stóru jarðskjálftunum sem riðu yfir úti fyrir Norðurlandi á laugardag. Ein úr hópnum lýsir því að kletturinn undir höndunum á henni hafi virst laus þegar jörð skalf en þegar hún seig aftur niður var allt orðið pikkfast á ný. Afar öflug jarðskjálftahrina hefur verið í gangi úti fyrir Eyjafirði síðustu sólarhringa. Skjálftar að stærð 5,4 og 5,6 mældust skömmu eftir klukkan þrjú og um klukkan hálf átta á laugardag, tveir af þeim stærstu í hrinunni nú. Jörð hélt áfram að skjálfa dagana á eftir og á sunnudag mældist stærsti skjálftinn í hrinunni, 5,8 að stærð. Styrkur skjálftanna hefur þó minnkað, fjöldi skjálfta mældist í nótt en enginn þeirra var yfir þremur að stærð. Eins og gripin væru laus en voru í raun pikkföst Lukka Mörk Sigurðardóttir, sextán ára klifrari, var að klifra í klettum í gilinu við Munkaþverá í grennd við Akureyri ásamt þjálfara og um sex öðrum krökkum þegar stóru skjálftarnir urðu á laugardag. Lukka segir í samtali við Vísi að hópurinn hafi byrjað klifrið um klukkan eitt eftir hádegi og verið að til um átta eða níu – og þannig fundið fyrir báðum skjálftunum, auk nokkurra eftirskjálfta. „Við fundum fyrir því þegar við vorum að klifra að það var eins og sumir hlutarnir af klettunum væru lausir, en svo þegar við fórum niður aftur var það allt pikkfast. Þannig að það hefur akkúrat komið jarðskjálfti þegar við vorum að klifra og okkur fannst þess vegna eins og gripin væru laus þegar þau voru í rauninni föst,“ segir Lukka. Hópurinn sem klifraði saman um helgina. Lukka er fremst til hægri á mynd.Aðsend „Maður tók einhvers staðar í klettinn og manni fannst eins og það væri að detta af það sem maður hélt í. Svo þegar við vorum komin upp og sigum aftur niður tókum við í á sömu stöðum og þá var eins og það væri pikkfast, hreyfðist ekki neitt.“ Varð aldrei hrædd Engum varð þó meint af ævintýrinu, enda öryggisbúnaður í fullkomnu lagi. „Svo var ég einu sinni að klifra og kletturinn hristist svolítið. Svo var vinur minn að klifra og ég að tryggja hann og þá hrundi sandur og smásteinar yfir okkur. En það eru allir með hjálm í íþróttinni út af þessum ástæðu, grjóthruni og svoleiðis, þannig að það slasaðist enginn.“ Lukka, sem hóf klifurferilinn átta ára, kveðst aldrei hafa fundið fyrir slíku áður. „Þetta var mjög furðulegt að grípa í. Því maður hefur alveg fundið fyrir einhverju lausu í klettunum áður en þá hefur það verið laust fyrir. En þetta var alveg pikkfast og maður var alltaf að finna fyrir einhverjum hristingi.“ En varð Lukka einhvern tímann hrædd? „Nei,“ svarar hún að bragði. „Því við vitum að allur öryggisbúnaður sem við erum með er nánast hundrað prósent öruggur. Þannig að við vissum að þó að eitthvað myndi gerast værum við alveg örugg.“ Forsíðumyndin í fullri stærð.Aðsend
Eyjafjarðarsveit Eldgos og jarðhræringar Klifur Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira