Fimmtán milljóna sekt vegna Airbnb-útleigu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2020 09:21 Konan leigði út gistirými í gegnum Airbnb vísir/vilhelm Yfirskattanefnd hefur úrskurðað að kona sem leigði út gistirými í gegnum Airbnb þurfi að greiða tæplega fimmtán milljóna króna sekt fyrir að hafa vanrækt að telja fram í skattframtölum sínum tekjur af útleigu húsnæðis til ferðamanna á árunum 2016, 2017 og 2018. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá en í úrskurði Yfirskattanefndar kemur fram að sektin er einnig tilkomin þar sem viðkomandi hafi ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum og innheimtum virðisaukaskatti vegna seldrar þjónustu á sömu árum. Konunni var gefið að sök að hafa staðið skattyfirvöldum skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2017 til og með 2019, vegna rekstraráranna 2016 til og með 2018, með því að vanrækja að gera grein fyrir rekstrartekjum sínum sem til voru komnar vegna sjálfstæðrar starfsemi hennar, samtals að fjárhæð 15,3 milljóna króna. Þá var henni gefið að sök að hafa vanrækt að tilkynna ríkiskattstjóra um virðisaukaskattsskylda starfsemi sína. Að mati skattrannsóknarstjóra nam vanframtalin skattskyld velta samtals 28,2 milljónum og vanframtalinn útskattur nam samtals 3,1 milljón. Í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra staðfesti konan að tekjurnar sem voru til skoðunar hjá yfirvöldum hafi verið greiðslur frá Airbnb vegna útleigu húsnæðis. Sagði hún að bæði hún og fyrrverandi eiginmaður hennar hafi lent í fjárhagserfiðleikum og byrjað að leigja herbergi út, síðan hafi fleiri bæst við. Í úrskurðinum segir að við rannsókn málsins og meðferð þess hafi ekkert komið fram sem hafi gefið tilefni til þess að miða við aðrar fjárhæðir en komu fram við rannsókn skattrannsóknarstjóra. Þarf konan að greiða sekt sem nemur 14,9 milljónum, þar af ellefu milljónir til ríkissjóðs og 3,9 milljónir til borgarsjóðs Reykjavíkur. Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Airbnb Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Yfirskattanefnd hefur úrskurðað að kona sem leigði út gistirými í gegnum Airbnb þurfi að greiða tæplega fimmtán milljóna króna sekt fyrir að hafa vanrækt að telja fram í skattframtölum sínum tekjur af útleigu húsnæðis til ferðamanna á árunum 2016, 2017 og 2018. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá en í úrskurði Yfirskattanefndar kemur fram að sektin er einnig tilkomin þar sem viðkomandi hafi ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum og innheimtum virðisaukaskatti vegna seldrar þjónustu á sömu árum. Konunni var gefið að sök að hafa staðið skattyfirvöldum skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2017 til og með 2019, vegna rekstraráranna 2016 til og með 2018, með því að vanrækja að gera grein fyrir rekstrartekjum sínum sem til voru komnar vegna sjálfstæðrar starfsemi hennar, samtals að fjárhæð 15,3 milljóna króna. Þá var henni gefið að sök að hafa vanrækt að tilkynna ríkiskattstjóra um virðisaukaskattsskylda starfsemi sína. Að mati skattrannsóknarstjóra nam vanframtalin skattskyld velta samtals 28,2 milljónum og vanframtalinn útskattur nam samtals 3,1 milljón. Í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra staðfesti konan að tekjurnar sem voru til skoðunar hjá yfirvöldum hafi verið greiðslur frá Airbnb vegna útleigu húsnæðis. Sagði hún að bæði hún og fyrrverandi eiginmaður hennar hafi lent í fjárhagserfiðleikum og byrjað að leigja herbergi út, síðan hafi fleiri bæst við. Í úrskurðinum segir að við rannsókn málsins og meðferð þess hafi ekkert komið fram sem hafi gefið tilefni til þess að miða við aðrar fjárhæðir en komu fram við rannsókn skattrannsóknarstjóra. Þarf konan að greiða sekt sem nemur 14,9 milljónum, þar af ellefu milljónir til ríkissjóðs og 3,9 milljónir til borgarsjóðs Reykjavíkur.
Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Airbnb Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira