Innlent

Eliza búin að kjósa

Samúel Karl Ólason skrifar
Eliza Reid forsetafrú kýs utan kjörstaðar í Smáralind.
Eliza Reid forsetafrú kýs utan kjörstaðar í Smáralind. vísir/vilhelm

Eliza Reid, forsetafrú Íslands, er búin að kjósa í forsetakosningum næstu helgar. Hún greiddi utankjörfundaratkvæði í Smáralind í morgun. 

Guðni Th. Jóhannesson, eiginmaður hennar, er aftur í framboði auk Guðmundar Franklín Jónssonar.

Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, segir að um klukkan 10 í morgun hafi rúmlega 24 þúsund manns kosið utan kjörfundar á landsvísu, sem er umtalsvert fleiri en í aðdraganda síðustu forsetakosninga 2016. 

Á höfuðborgarsvæðinu hafa nú rúmlega 19 þúsund manns greitt atkvæði utan kjörfundar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.