Innlent

Stærsti skjálfti dagsins hingað til reið yfir á sjöunda tímanum

Andri Eysteinsson skrifar
Skjálftinn fannst á Akureyri
Skjálftinn fannst á Akureyri Vísir/Vilhelm

Enn heldur skjálftahrinan úti fyrir norðurlandi áfram en klukkan 18:20 varð skjálfti að stærðinni 4,4 um 35 km norður af Siglufirði.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar en um er að ræða stærsta skjálftann síðan klukkan 20:11 í gærkvöldi þegar skjálfti af stærðinni 4,5 reið yfir landið.

Samkvæmt gögnum Veðurstofunnar voru upptök skjálftans á 9,3 kílómetra dýpi 32,6 kílómetra VSV af Grímsey.

Ljóst er að skjálftinn fannst víða á norðurlandi, þar með talið á Akureyri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×