Innlent

Mikið af grjóti hrundi úr Gjögurtá

Andri Eysteinsson skrifar
Á þessar mynd sem tekin er í Ólafsfirði sést umfang grjóthruns eftir jarðskjálftann í kvöld.
Á þessar mynd sem tekin er í Ólafsfirði sést umfang grjóthruns eftir jarðskjálftann í kvöld. Aðsend/Sigurgeir Haraldsson

Líkt og Vísir greindi frá fyrr í kvöld skók stór jarðskjálfti norðurland á áttunda tímanum í dag en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mældist skjálftinn 5,6 að stærð og voru upptök hans 16,2 kílómetra norðvestur af Gjögurtá á Tröllaskaga.

Í tilkynningu frá Almannavarnadeild kom fram að engar tilkynningar hefðu borist á þeirra borð um tjón eða slys á fólki eftir jarðskjálftann sem fannst alla leið vestur í Dalasýslu, á Ísafirði og jafnvel á höfuðborgarsvæðinu.

Eftir skjálftann hefur þó orði mikið grjóthrun úr fjallshlíðum á Norðurlandi og hefur lögreglan varað ferðafólk sérstaklega við hættunni sem því getur fylgt.

Mikið grjóthrun varð úr Gjögurtánni sjálfri en á meðfylgjandi myndum sem Sigurgeir Haraldsson tók í kvöld sést umfang hrunsins en myndirnar eru teknar á Ólafsfirði. Á síðustu myndinni sem Sigurgeir tók sést grjóthrun rétt norðan við munna gangnanna um Ólafsfjarðarmúla.

Aðsend/Sigurgeir Haraldsson
Á þessar mynd sem tekin er í Ólafsfirði sést umfang grjóthruns eftir jarðskjálftann í kvöld.Aðsend/Sigurgeir Haraldsson
Hér sést í göngin um Ólafsfjarðarmúla en grjóthrun varð norðan við göngin.Aðsend/Sigurgeir Haraldsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.