Fótbolti

Fimm þúsund áhorfendur á leiki í Frakklandi frá og með júlí

Ísak Hallmundarson skrifar
Stemmning á pöllunum þegar allt lék í lyndi.
Stemmning á pöllunum þegar allt lék í lyndi. getty/Catherine Steenkeste

Íþróttaleikvangar á Frakklandi munu opna á ný þann 11. júlí og mega allt að 5000 manns koma saman þá. Sú tala gæti aukist enn frekar þegar líður á sumarið.

Þetta þýðir að úrslitaleikur franska bikarsins og deildarbikarsins gætu farið fram með áhorfendum, en ekki er búið að blása þær keppnir af þó deildarkeppninni hafi verið aflýst.

Franska ríkisstjórnin segist ætla að skoða nánar áhrif ýmissa afléttinga á takmörkunum vegna Covid-19 um miðjan júlí með það í huga hvort hægt verði að leysa enn frekar um höft á samkomum í ágúst. Það þýðir að fari allt á besta veg gæti nýtt tímabil í frönsku deildinni hafist með áhorfendum í ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×