Segist hafa fundið vel fyrir skjálftanum: „Svo horfir hún á rúðurnar á húsinu og segir að þær titri líka“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2020 17:45 Erla hefur búið á Siglufirði í rúm fimmtíu ár og hefur upplifað marga jarðskjálfta á þeim tíma. Vísir/Egill Erla Guðný Svanbergsdóttir, íbúi á Siglufirði, segist hafa fundið vel fyrir skjálftanum, sem var af stærðinni 5,6 og reið yfir stuttu eftir klukkan 15 í dag. Skjálftinn átti upptök sín um 20 km norðvestur af Siglufirði á kílómetra dýpi. „Ég sat bara svona á eldhússtól en ég tek alltaf mest eftir hávaða sem fylgir svona. Það var mikill hávaði. Svo er ég með litla sonardóttur mína hérna hjá mér í heimsókn og hún var hérna úti á stórum sólpalli hjá mér og var að dansa og skemmta sér þar. Hún stoppar allt í einu og segir að pallurinn titri. Hún hefur aldrei upplifað þetta, hún er af suðurlandinu,“ segir Erla. „Svo horfir hún á rúðurnar á húsinu og segir að þær titri líka,“ segir Erla. „Ég flýtti mér svo mikið út að ég fann ekkert rosalega mikið fyrir sjálfri hreyfingunni. Ég sá samt að nágrannar mínir hlupu út á götu og svona.“ Erla býr við hliðina á íbúðablokk eldri borgara og hún segir íbúana þar hafa fundið greinilega fyrir skjálftanum. Þau sitji nú úti og sóli sig. Erla segist ekki geta sagt að hún hafi fundið fyrir eftirskjálftunum eða skjálftunum sem riðu yfir í nótt en sá stærsti þeirra mældist 3,6 að stærð og fundu einhverjir íbúar á Akureyri fyrir honum. „En þetta var svolítið högg, ég viðurkenni það,“ segir Erla. Hún segist þó hafa upplifað enn stærri skjálfta á svæðinu árið 1963 og hafi skjálftinn í dag ekki verið neitt í líkingu við hann. Sá skjálfti var segir hún um 7 að stærð. „Mér finnst [þessi] ekki vera neitt á við það. Það var rosalegt.“ Erla hefur búið á Siglufirði í yfir fimmtíu ár en er fædd og uppalin á Ísafirði. Hún segir ekkert hafa fallið niður úr hillum hjá sér í dag. Kunningjar hennar hafi þó orðið varir við það að myndir hafi hreyfst á veggjum. „Ég hef gengið hér um húsið og það eru engar myndir og enginn hlutur sem hefur færst úr stað.“ „Manni er verst við þetta högg og hávaðann. Það er leiðinlegt,“ segir Erla. „Það koma rosa drunur og undirgangur og þetta svona hvín í fjöllunum. Maður heldur að þetta sé eins og stór vindhviða.“„Ég gæti trúað meira að segja að ég hefði vaknað við svona hefði ég verið sofandi. Ég gæti trúað því,“ segir Erla. Hún segist ekki hafa fundið fyrir jarðskjálftunum sem mældust á svæðinu í gærkvöldi á áttunda tímanum en sá stærsti mældist 3,8. „Mér var hugsað til þess þegar ég heyrði einhvern tíma snemma í vor að einhverjir hefðu fundið einhvern smáskjálfta á Húsavík, þá hugsaði ég með mér: jæja, þetta fer að byrja núna á Tjörnesbeltinu, þá færist það hingað kannski. Svona hugsar maður hérna.“ Óvissustigi almannavarna var lýst yfir nú á fimmta tímanum vegna jarðskjálftanna. Fólk er hvatt til að grípa til varúðarráðstafana til að draga úr tjóni og/eða slysum í jarðskjálfta. Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina norðaustur af Siglufirði Jarðskjálftahrina hófst í gær um 20 kílómetra norðaustur af Siglufirði og hafa um 450 skjálftar mælst þar. 20. júní 2020 07:58 Um 160 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu frá hádegi Fjórir stórir skjálftar urðu á milli klukkan sjö og átta í kvöld. Sá stærsti fannst á Siglufirði. 19. júní 2020 21:07 Öflug jarðskjálftahrina fyrir norðan Jarðskjálftahrina hófst norður fyrir Norðurlandi eftir hádegi. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að allt hafi byrjað að hristast 18 kílómetra VNV af Gjögurtá. 19. júní 2020 15:14 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Erla Guðný Svanbergsdóttir, íbúi á Siglufirði, segist hafa fundið vel fyrir skjálftanum, sem var af stærðinni 5,6 og reið yfir stuttu eftir klukkan 15 í dag. Skjálftinn átti upptök sín um 20 km norðvestur af Siglufirði á kílómetra dýpi. „Ég sat bara svona á eldhússtól en ég tek alltaf mest eftir hávaða sem fylgir svona. Það var mikill hávaði. Svo er ég með litla sonardóttur mína hérna hjá mér í heimsókn og hún var hérna úti á stórum sólpalli hjá mér og var að dansa og skemmta sér þar. Hún stoppar allt í einu og segir að pallurinn titri. Hún hefur aldrei upplifað þetta, hún er af suðurlandinu,“ segir Erla. „Svo horfir hún á rúðurnar á húsinu og segir að þær titri líka,“ segir Erla. „Ég flýtti mér svo mikið út að ég fann ekkert rosalega mikið fyrir sjálfri hreyfingunni. Ég sá samt að nágrannar mínir hlupu út á götu og svona.“ Erla býr við hliðina á íbúðablokk eldri borgara og hún segir íbúana þar hafa fundið greinilega fyrir skjálftanum. Þau sitji nú úti og sóli sig. Erla segist ekki geta sagt að hún hafi fundið fyrir eftirskjálftunum eða skjálftunum sem riðu yfir í nótt en sá stærsti þeirra mældist 3,6 að stærð og fundu einhverjir íbúar á Akureyri fyrir honum. „En þetta var svolítið högg, ég viðurkenni það,“ segir Erla. Hún segist þó hafa upplifað enn stærri skjálfta á svæðinu árið 1963 og hafi skjálftinn í dag ekki verið neitt í líkingu við hann. Sá skjálfti var segir hún um 7 að stærð. „Mér finnst [þessi] ekki vera neitt á við það. Það var rosalegt.“ Erla hefur búið á Siglufirði í yfir fimmtíu ár en er fædd og uppalin á Ísafirði. Hún segir ekkert hafa fallið niður úr hillum hjá sér í dag. Kunningjar hennar hafi þó orðið varir við það að myndir hafi hreyfst á veggjum. „Ég hef gengið hér um húsið og það eru engar myndir og enginn hlutur sem hefur færst úr stað.“ „Manni er verst við þetta högg og hávaðann. Það er leiðinlegt,“ segir Erla. „Það koma rosa drunur og undirgangur og þetta svona hvín í fjöllunum. Maður heldur að þetta sé eins og stór vindhviða.“„Ég gæti trúað meira að segja að ég hefði vaknað við svona hefði ég verið sofandi. Ég gæti trúað því,“ segir Erla. Hún segist ekki hafa fundið fyrir jarðskjálftunum sem mældust á svæðinu í gærkvöldi á áttunda tímanum en sá stærsti mældist 3,8. „Mér var hugsað til þess þegar ég heyrði einhvern tíma snemma í vor að einhverjir hefðu fundið einhvern smáskjálfta á Húsavík, þá hugsaði ég með mér: jæja, þetta fer að byrja núna á Tjörnesbeltinu, þá færist það hingað kannski. Svona hugsar maður hérna.“ Óvissustigi almannavarna var lýst yfir nú á fimmta tímanum vegna jarðskjálftanna. Fólk er hvatt til að grípa til varúðarráðstafana til að draga úr tjóni og/eða slysum í jarðskjálfta.
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina norðaustur af Siglufirði Jarðskjálftahrina hófst í gær um 20 kílómetra norðaustur af Siglufirði og hafa um 450 skjálftar mælst þar. 20. júní 2020 07:58 Um 160 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu frá hádegi Fjórir stórir skjálftar urðu á milli klukkan sjö og átta í kvöld. Sá stærsti fannst á Siglufirði. 19. júní 2020 21:07 Öflug jarðskjálftahrina fyrir norðan Jarðskjálftahrina hófst norður fyrir Norðurlandi eftir hádegi. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að allt hafi byrjað að hristast 18 kílómetra VNV af Gjögurtá. 19. júní 2020 15:14 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Jarðskjálftahrina norðaustur af Siglufirði Jarðskjálftahrina hófst í gær um 20 kílómetra norðaustur af Siglufirði og hafa um 450 skjálftar mælst þar. 20. júní 2020 07:58
Um 160 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu frá hádegi Fjórir stórir skjálftar urðu á milli klukkan sjö og átta í kvöld. Sá stærsti fannst á Siglufirði. 19. júní 2020 21:07
Öflug jarðskjálftahrina fyrir norðan Jarðskjálftahrina hófst norður fyrir Norðurlandi eftir hádegi. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að allt hafi byrjað að hristast 18 kílómetra VNV af Gjögurtá. 19. júní 2020 15:14