Segist hafa fundið vel fyrir skjálftanum: „Svo horfir hún á rúðurnar á húsinu og segir að þær titri líka“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2020 17:45 Erla hefur búið á Siglufirði í rúm fimmtíu ár og hefur upplifað marga jarðskjálfta á þeim tíma. Vísir/Egill Erla Guðný Svanbergsdóttir, íbúi á Siglufirði, segist hafa fundið vel fyrir skjálftanum, sem var af stærðinni 5,6 og reið yfir stuttu eftir klukkan 15 í dag. Skjálftinn átti upptök sín um 20 km norðvestur af Siglufirði á kílómetra dýpi. „Ég sat bara svona á eldhússtól en ég tek alltaf mest eftir hávaða sem fylgir svona. Það var mikill hávaði. Svo er ég með litla sonardóttur mína hérna hjá mér í heimsókn og hún var hérna úti á stórum sólpalli hjá mér og var að dansa og skemmta sér þar. Hún stoppar allt í einu og segir að pallurinn titri. Hún hefur aldrei upplifað þetta, hún er af suðurlandinu,“ segir Erla. „Svo horfir hún á rúðurnar á húsinu og segir að þær titri líka,“ segir Erla. „Ég flýtti mér svo mikið út að ég fann ekkert rosalega mikið fyrir sjálfri hreyfingunni. Ég sá samt að nágrannar mínir hlupu út á götu og svona.“ Erla býr við hliðina á íbúðablokk eldri borgara og hún segir íbúana þar hafa fundið greinilega fyrir skjálftanum. Þau sitji nú úti og sóli sig. Erla segist ekki geta sagt að hún hafi fundið fyrir eftirskjálftunum eða skjálftunum sem riðu yfir í nótt en sá stærsti þeirra mældist 3,6 að stærð og fundu einhverjir íbúar á Akureyri fyrir honum. „En þetta var svolítið högg, ég viðurkenni það,“ segir Erla. Hún segist þó hafa upplifað enn stærri skjálfta á svæðinu árið 1963 og hafi skjálftinn í dag ekki verið neitt í líkingu við hann. Sá skjálfti var segir hún um 7 að stærð. „Mér finnst [þessi] ekki vera neitt á við það. Það var rosalegt.“ Erla hefur búið á Siglufirði í yfir fimmtíu ár en er fædd og uppalin á Ísafirði. Hún segir ekkert hafa fallið niður úr hillum hjá sér í dag. Kunningjar hennar hafi þó orðið varir við það að myndir hafi hreyfst á veggjum. „Ég hef gengið hér um húsið og það eru engar myndir og enginn hlutur sem hefur færst úr stað.“ „Manni er verst við þetta högg og hávaðann. Það er leiðinlegt,“ segir Erla. „Það koma rosa drunur og undirgangur og þetta svona hvín í fjöllunum. Maður heldur að þetta sé eins og stór vindhviða.“„Ég gæti trúað meira að segja að ég hefði vaknað við svona hefði ég verið sofandi. Ég gæti trúað því,“ segir Erla. Hún segist ekki hafa fundið fyrir jarðskjálftunum sem mældust á svæðinu í gærkvöldi á áttunda tímanum en sá stærsti mældist 3,8. „Mér var hugsað til þess þegar ég heyrði einhvern tíma snemma í vor að einhverjir hefðu fundið einhvern smáskjálfta á Húsavík, þá hugsaði ég með mér: jæja, þetta fer að byrja núna á Tjörnesbeltinu, þá færist það hingað kannski. Svona hugsar maður hérna.“ Óvissustigi almannavarna var lýst yfir nú á fimmta tímanum vegna jarðskjálftanna. Fólk er hvatt til að grípa til varúðarráðstafana til að draga úr tjóni og/eða slysum í jarðskjálfta. Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina norðaustur af Siglufirði Jarðskjálftahrina hófst í gær um 20 kílómetra norðaustur af Siglufirði og hafa um 450 skjálftar mælst þar. 20. júní 2020 07:58 Um 160 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu frá hádegi Fjórir stórir skjálftar urðu á milli klukkan sjö og átta í kvöld. Sá stærsti fannst á Siglufirði. 19. júní 2020 21:07 Öflug jarðskjálftahrina fyrir norðan Jarðskjálftahrina hófst norður fyrir Norðurlandi eftir hádegi. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að allt hafi byrjað að hristast 18 kílómetra VNV af Gjögurtá. 19. júní 2020 15:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Erla Guðný Svanbergsdóttir, íbúi á Siglufirði, segist hafa fundið vel fyrir skjálftanum, sem var af stærðinni 5,6 og reið yfir stuttu eftir klukkan 15 í dag. Skjálftinn átti upptök sín um 20 km norðvestur af Siglufirði á kílómetra dýpi. „Ég sat bara svona á eldhússtól en ég tek alltaf mest eftir hávaða sem fylgir svona. Það var mikill hávaði. Svo er ég með litla sonardóttur mína hérna hjá mér í heimsókn og hún var hérna úti á stórum sólpalli hjá mér og var að dansa og skemmta sér þar. Hún stoppar allt í einu og segir að pallurinn titri. Hún hefur aldrei upplifað þetta, hún er af suðurlandinu,“ segir Erla. „Svo horfir hún á rúðurnar á húsinu og segir að þær titri líka,“ segir Erla. „Ég flýtti mér svo mikið út að ég fann ekkert rosalega mikið fyrir sjálfri hreyfingunni. Ég sá samt að nágrannar mínir hlupu út á götu og svona.“ Erla býr við hliðina á íbúðablokk eldri borgara og hún segir íbúana þar hafa fundið greinilega fyrir skjálftanum. Þau sitji nú úti og sóli sig. Erla segist ekki geta sagt að hún hafi fundið fyrir eftirskjálftunum eða skjálftunum sem riðu yfir í nótt en sá stærsti þeirra mældist 3,6 að stærð og fundu einhverjir íbúar á Akureyri fyrir honum. „En þetta var svolítið högg, ég viðurkenni það,“ segir Erla. Hún segist þó hafa upplifað enn stærri skjálfta á svæðinu árið 1963 og hafi skjálftinn í dag ekki verið neitt í líkingu við hann. Sá skjálfti var segir hún um 7 að stærð. „Mér finnst [þessi] ekki vera neitt á við það. Það var rosalegt.“ Erla hefur búið á Siglufirði í yfir fimmtíu ár en er fædd og uppalin á Ísafirði. Hún segir ekkert hafa fallið niður úr hillum hjá sér í dag. Kunningjar hennar hafi þó orðið varir við það að myndir hafi hreyfst á veggjum. „Ég hef gengið hér um húsið og það eru engar myndir og enginn hlutur sem hefur færst úr stað.“ „Manni er verst við þetta högg og hávaðann. Það er leiðinlegt,“ segir Erla. „Það koma rosa drunur og undirgangur og þetta svona hvín í fjöllunum. Maður heldur að þetta sé eins og stór vindhviða.“„Ég gæti trúað meira að segja að ég hefði vaknað við svona hefði ég verið sofandi. Ég gæti trúað því,“ segir Erla. Hún segist ekki hafa fundið fyrir jarðskjálftunum sem mældust á svæðinu í gærkvöldi á áttunda tímanum en sá stærsti mældist 3,8. „Mér var hugsað til þess þegar ég heyrði einhvern tíma snemma í vor að einhverjir hefðu fundið einhvern smáskjálfta á Húsavík, þá hugsaði ég með mér: jæja, þetta fer að byrja núna á Tjörnesbeltinu, þá færist það hingað kannski. Svona hugsar maður hérna.“ Óvissustigi almannavarna var lýst yfir nú á fimmta tímanum vegna jarðskjálftanna. Fólk er hvatt til að grípa til varúðarráðstafana til að draga úr tjóni og/eða slysum í jarðskjálfta.
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina norðaustur af Siglufirði Jarðskjálftahrina hófst í gær um 20 kílómetra norðaustur af Siglufirði og hafa um 450 skjálftar mælst þar. 20. júní 2020 07:58 Um 160 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu frá hádegi Fjórir stórir skjálftar urðu á milli klukkan sjö og átta í kvöld. Sá stærsti fannst á Siglufirði. 19. júní 2020 21:07 Öflug jarðskjálftahrina fyrir norðan Jarðskjálftahrina hófst norður fyrir Norðurlandi eftir hádegi. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að allt hafi byrjað að hristast 18 kílómetra VNV af Gjögurtá. 19. júní 2020 15:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Jarðskjálftahrina norðaustur af Siglufirði Jarðskjálftahrina hófst í gær um 20 kílómetra norðaustur af Siglufirði og hafa um 450 skjálftar mælst þar. 20. júní 2020 07:58
Um 160 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu frá hádegi Fjórir stórir skjálftar urðu á milli klukkan sjö og átta í kvöld. Sá stærsti fannst á Siglufirði. 19. júní 2020 21:07
Öflug jarðskjálftahrina fyrir norðan Jarðskjálftahrina hófst norður fyrir Norðurlandi eftir hádegi. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að allt hafi byrjað að hristast 18 kílómetra VNV af Gjögurtá. 19. júní 2020 15:14