Segist hafa fundið vel fyrir skjálftanum: „Svo horfir hún á rúðurnar á húsinu og segir að þær titri líka“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2020 17:45 Erla hefur búið á Siglufirði í rúm fimmtíu ár og hefur upplifað marga jarðskjálfta á þeim tíma. Vísir/Egill Erla Guðný Svanbergsdóttir, íbúi á Siglufirði, segist hafa fundið vel fyrir skjálftanum, sem var af stærðinni 5,6 og reið yfir stuttu eftir klukkan 15 í dag. Skjálftinn átti upptök sín um 20 km norðvestur af Siglufirði á kílómetra dýpi. „Ég sat bara svona á eldhússtól en ég tek alltaf mest eftir hávaða sem fylgir svona. Það var mikill hávaði. Svo er ég með litla sonardóttur mína hérna hjá mér í heimsókn og hún var hérna úti á stórum sólpalli hjá mér og var að dansa og skemmta sér þar. Hún stoppar allt í einu og segir að pallurinn titri. Hún hefur aldrei upplifað þetta, hún er af suðurlandinu,“ segir Erla. „Svo horfir hún á rúðurnar á húsinu og segir að þær titri líka,“ segir Erla. „Ég flýtti mér svo mikið út að ég fann ekkert rosalega mikið fyrir sjálfri hreyfingunni. Ég sá samt að nágrannar mínir hlupu út á götu og svona.“ Erla býr við hliðina á íbúðablokk eldri borgara og hún segir íbúana þar hafa fundið greinilega fyrir skjálftanum. Þau sitji nú úti og sóli sig. Erla segist ekki geta sagt að hún hafi fundið fyrir eftirskjálftunum eða skjálftunum sem riðu yfir í nótt en sá stærsti þeirra mældist 3,6 að stærð og fundu einhverjir íbúar á Akureyri fyrir honum. „En þetta var svolítið högg, ég viðurkenni það,“ segir Erla. Hún segist þó hafa upplifað enn stærri skjálfta á svæðinu árið 1963 og hafi skjálftinn í dag ekki verið neitt í líkingu við hann. Sá skjálfti var segir hún um 7 að stærð. „Mér finnst [þessi] ekki vera neitt á við það. Það var rosalegt.“ Erla hefur búið á Siglufirði í yfir fimmtíu ár en er fædd og uppalin á Ísafirði. Hún segir ekkert hafa fallið niður úr hillum hjá sér í dag. Kunningjar hennar hafi þó orðið varir við það að myndir hafi hreyfst á veggjum. „Ég hef gengið hér um húsið og það eru engar myndir og enginn hlutur sem hefur færst úr stað.“ „Manni er verst við þetta högg og hávaðann. Það er leiðinlegt,“ segir Erla. „Það koma rosa drunur og undirgangur og þetta svona hvín í fjöllunum. Maður heldur að þetta sé eins og stór vindhviða.“„Ég gæti trúað meira að segja að ég hefði vaknað við svona hefði ég verið sofandi. Ég gæti trúað því,“ segir Erla. Hún segist ekki hafa fundið fyrir jarðskjálftunum sem mældust á svæðinu í gærkvöldi á áttunda tímanum en sá stærsti mældist 3,8. „Mér var hugsað til þess þegar ég heyrði einhvern tíma snemma í vor að einhverjir hefðu fundið einhvern smáskjálfta á Húsavík, þá hugsaði ég með mér: jæja, þetta fer að byrja núna á Tjörnesbeltinu, þá færist það hingað kannski. Svona hugsar maður hérna.“ Óvissustigi almannavarna var lýst yfir nú á fimmta tímanum vegna jarðskjálftanna. Fólk er hvatt til að grípa til varúðarráðstafana til að draga úr tjóni og/eða slysum í jarðskjálfta. Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina norðaustur af Siglufirði Jarðskjálftahrina hófst í gær um 20 kílómetra norðaustur af Siglufirði og hafa um 450 skjálftar mælst þar. 20. júní 2020 07:58 Um 160 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu frá hádegi Fjórir stórir skjálftar urðu á milli klukkan sjö og átta í kvöld. Sá stærsti fannst á Siglufirði. 19. júní 2020 21:07 Öflug jarðskjálftahrina fyrir norðan Jarðskjálftahrina hófst norður fyrir Norðurlandi eftir hádegi. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að allt hafi byrjað að hristast 18 kílómetra VNV af Gjögurtá. 19. júní 2020 15:14 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Erla Guðný Svanbergsdóttir, íbúi á Siglufirði, segist hafa fundið vel fyrir skjálftanum, sem var af stærðinni 5,6 og reið yfir stuttu eftir klukkan 15 í dag. Skjálftinn átti upptök sín um 20 km norðvestur af Siglufirði á kílómetra dýpi. „Ég sat bara svona á eldhússtól en ég tek alltaf mest eftir hávaða sem fylgir svona. Það var mikill hávaði. Svo er ég með litla sonardóttur mína hérna hjá mér í heimsókn og hún var hérna úti á stórum sólpalli hjá mér og var að dansa og skemmta sér þar. Hún stoppar allt í einu og segir að pallurinn titri. Hún hefur aldrei upplifað þetta, hún er af suðurlandinu,“ segir Erla. „Svo horfir hún á rúðurnar á húsinu og segir að þær titri líka,“ segir Erla. „Ég flýtti mér svo mikið út að ég fann ekkert rosalega mikið fyrir sjálfri hreyfingunni. Ég sá samt að nágrannar mínir hlupu út á götu og svona.“ Erla býr við hliðina á íbúðablokk eldri borgara og hún segir íbúana þar hafa fundið greinilega fyrir skjálftanum. Þau sitji nú úti og sóli sig. Erla segist ekki geta sagt að hún hafi fundið fyrir eftirskjálftunum eða skjálftunum sem riðu yfir í nótt en sá stærsti þeirra mældist 3,6 að stærð og fundu einhverjir íbúar á Akureyri fyrir honum. „En þetta var svolítið högg, ég viðurkenni það,“ segir Erla. Hún segist þó hafa upplifað enn stærri skjálfta á svæðinu árið 1963 og hafi skjálftinn í dag ekki verið neitt í líkingu við hann. Sá skjálfti var segir hún um 7 að stærð. „Mér finnst [þessi] ekki vera neitt á við það. Það var rosalegt.“ Erla hefur búið á Siglufirði í yfir fimmtíu ár en er fædd og uppalin á Ísafirði. Hún segir ekkert hafa fallið niður úr hillum hjá sér í dag. Kunningjar hennar hafi þó orðið varir við það að myndir hafi hreyfst á veggjum. „Ég hef gengið hér um húsið og það eru engar myndir og enginn hlutur sem hefur færst úr stað.“ „Manni er verst við þetta högg og hávaðann. Það er leiðinlegt,“ segir Erla. „Það koma rosa drunur og undirgangur og þetta svona hvín í fjöllunum. Maður heldur að þetta sé eins og stór vindhviða.“„Ég gæti trúað meira að segja að ég hefði vaknað við svona hefði ég verið sofandi. Ég gæti trúað því,“ segir Erla. Hún segist ekki hafa fundið fyrir jarðskjálftunum sem mældust á svæðinu í gærkvöldi á áttunda tímanum en sá stærsti mældist 3,8. „Mér var hugsað til þess þegar ég heyrði einhvern tíma snemma í vor að einhverjir hefðu fundið einhvern smáskjálfta á Húsavík, þá hugsaði ég með mér: jæja, þetta fer að byrja núna á Tjörnesbeltinu, þá færist það hingað kannski. Svona hugsar maður hérna.“ Óvissustigi almannavarna var lýst yfir nú á fimmta tímanum vegna jarðskjálftanna. Fólk er hvatt til að grípa til varúðarráðstafana til að draga úr tjóni og/eða slysum í jarðskjálfta.
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina norðaustur af Siglufirði Jarðskjálftahrina hófst í gær um 20 kílómetra norðaustur af Siglufirði og hafa um 450 skjálftar mælst þar. 20. júní 2020 07:58 Um 160 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu frá hádegi Fjórir stórir skjálftar urðu á milli klukkan sjö og átta í kvöld. Sá stærsti fannst á Siglufirði. 19. júní 2020 21:07 Öflug jarðskjálftahrina fyrir norðan Jarðskjálftahrina hófst norður fyrir Norðurlandi eftir hádegi. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að allt hafi byrjað að hristast 18 kílómetra VNV af Gjögurtá. 19. júní 2020 15:14 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Jarðskjálftahrina norðaustur af Siglufirði Jarðskjálftahrina hófst í gær um 20 kílómetra norðaustur af Siglufirði og hafa um 450 skjálftar mælst þar. 20. júní 2020 07:58
Um 160 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu frá hádegi Fjórir stórir skjálftar urðu á milli klukkan sjö og átta í kvöld. Sá stærsti fannst á Siglufirði. 19. júní 2020 21:07
Öflug jarðskjálftahrina fyrir norðan Jarðskjálftahrina hófst norður fyrir Norðurlandi eftir hádegi. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að allt hafi byrjað að hristast 18 kílómetra VNV af Gjögurtá. 19. júní 2020 15:14