Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Skjálfti af stærðinni 5,3 reið yfir Norðurland í dag og er hann sá stærsti á svæðinu í átta ár. Búið er að lýsa yfir óvissustigi og hvetja almannavarnir fólk til að huga að vörnum og viðbúnaði vegna jarðskjálfta. Fjallað verður um jarðskjálftahrinuna í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þingmenn Miðflokksins hafa haldið umræðu um samgönguáætlun til næstu fimm og fimmtán ára gangandi síðan klukkan ellefu í morgun. Þingmaður vinstri grænna sakar Miðflokkinn um málþóf. Stefnt er að því að ljúka störfum þingsins fyrir lok næstu viku en við verðum í beinni útsendingu frá Alþingi í fréttatímanum.

Heimamenn á Akureyri segja það vonbrigði að hollensk ferðaskrifstofa hafi aflýst öllum beinum flugferðum á hennar vegum til Akureyrar í sumar. Óvissa vegna Covid-19 er sögð ástæðan.

Þá kíkjum við við í miðborg Reykjavíkur í fréttatímanum en þar var boðað til útiveislu með nýstárlegum hætti í dag í tilefni af sumarsólstöðum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×