Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi á Norðurlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2020 16:57 Jarðskjálftavirkni hefur verið mjög mikil norður af Eyjafirði síðasta sólarhringinn. Veðurstofa Íslands Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Aukið eftirlit verður haft með atburðarrás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Jarðskjálftahrina sem á upptök sín um 20 km norðaustan við Siglufjörð heldur áfram en klukkan 15:05 í dag mældist skjálfti upp á 5,2. Svæðið er þekkt jarðskjálftasvæði en núverandi hrina er þar sem Eyjafjarðaráll mætir Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Svipuð hrina var í gangi á svæðinu árið 2012 þegar stærsti skjálftinn mældist 5,6. Viðbúið er að grjóthrun geti orðið við þessar aðstæður og fólk er beðið um að hafa vara á undir bröttum hlíðum. Fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum að það að lýsa yfir óvissustigi sé hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hvetja fólk sem býr á þekktum jarðskjálftasvæðum að gera viðeigandi ráðstafanir vegna jarðskjálfta. Upplýsingar um ýmsar varnir sem gerðar eru til að draga úr tjóni má finna hér. Eldgos og jarðhræringar Akureyri Fjallabyggð Almannavarnir Tengdar fréttir Fann fyrir jarðskjálfta af stærð 5,6 á Sauðárkróki Jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir á Norðurlandi rétt eftir klukkan 15 í dag 20. júní 2020 15:21 Jarðskjálftahrina norðaustur af Siglufirði Jarðskjálftahrina hófst í gær um 20 kílómetra norðaustur af Siglufirði og hafa um 450 skjálftar mælst þar. 20. júní 2020 07:58 Um 160 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu frá hádegi Fjórir stórir skjálftar urðu á milli klukkan sjö og átta í kvöld. Sá stærsti fannst á Siglufirði. 19. júní 2020 21:07 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Aukið eftirlit verður haft með atburðarrás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Jarðskjálftahrina sem á upptök sín um 20 km norðaustan við Siglufjörð heldur áfram en klukkan 15:05 í dag mældist skjálfti upp á 5,2. Svæðið er þekkt jarðskjálftasvæði en núverandi hrina er þar sem Eyjafjarðaráll mætir Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Svipuð hrina var í gangi á svæðinu árið 2012 þegar stærsti skjálftinn mældist 5,6. Viðbúið er að grjóthrun geti orðið við þessar aðstæður og fólk er beðið um að hafa vara á undir bröttum hlíðum. Fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum að það að lýsa yfir óvissustigi sé hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hvetja fólk sem býr á þekktum jarðskjálftasvæðum að gera viðeigandi ráðstafanir vegna jarðskjálfta. Upplýsingar um ýmsar varnir sem gerðar eru til að draga úr tjóni má finna hér.
Eldgos og jarðhræringar Akureyri Fjallabyggð Almannavarnir Tengdar fréttir Fann fyrir jarðskjálfta af stærð 5,6 á Sauðárkróki Jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir á Norðurlandi rétt eftir klukkan 15 í dag 20. júní 2020 15:21 Jarðskjálftahrina norðaustur af Siglufirði Jarðskjálftahrina hófst í gær um 20 kílómetra norðaustur af Siglufirði og hafa um 450 skjálftar mælst þar. 20. júní 2020 07:58 Um 160 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu frá hádegi Fjórir stórir skjálftar urðu á milli klukkan sjö og átta í kvöld. Sá stærsti fannst á Siglufirði. 19. júní 2020 21:07 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Sjá meira
Fann fyrir jarðskjálfta af stærð 5,6 á Sauðárkróki Jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir á Norðurlandi rétt eftir klukkan 15 í dag 20. júní 2020 15:21
Jarðskjálftahrina norðaustur af Siglufirði Jarðskjálftahrina hófst í gær um 20 kílómetra norðaustur af Siglufirði og hafa um 450 skjálftar mælst þar. 20. júní 2020 07:58
Um 160 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu frá hádegi Fjórir stórir skjálftar urðu á milli klukkan sjö og átta í kvöld. Sá stærsti fannst á Siglufirði. 19. júní 2020 21:07