Erlent

Rann­saka rasískan leik heil­brigðis­starfs­manna

Sylvía Hall skrifar
Adrian Dix.
Adrian Dix. Facebook

Heilbrigðismálaráðherra Kanada hefur boðað rannsókn á ásökunum um að heilbrigðisstarfsmenn hafi gert sér það að leik að giska á áfengismagn í blóði frumbyggja sem þurftu heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðismálaráðherran Adrian Dix segir hegðun starfsmannana vera andstyggilega ef satt reynist.

Málið komst upp eftir að kvörtun barst á fimmtudag og hefur Dix ráðið sjálfstæðan rannsakenda til þess að rannsaka ásakanirnar. Þetta tilkynnti ráðherrann á blaðamannafundi í gær en tjáði sig ekki um hvort einhverjar afleiðingar yrðu fyrir starfsfólkið.

„Ásakanirnar eru þær að leikurinn var spilaður þannig að áfengismagn í blóði sjúklinga á bráðamóttöku var rannsakað, sérstaklega frumbyggja, og mögulega annarra. Ef það er satt, þá er það ólíðandi og rasískt og hefur auðvitað haft áhrif á umönnun sjúklinganna,“ sagði Dix.

Reglur leiksins voru á þann veg að þeir sem giskuðu á hærra áfengismagn en reyndust töpuðu leiknum. Var leikurinn kallaður „The Price is Right“, sem er skírskotun í vinsælan leikjaþátt.

Rannsóknin beinist einna helst að tilteknu sjúkrahúsi í Bresku-Kólumbíu sem ekki var nefnt, en einnig verður vinnustaðamenning annarra sjúkrahúsa skoðuð í kjölfarið og kannað hvort slík hegðun sé einnig algeng þar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×