Innlent

Kæra líkams­á­rás hunda­eig­enda á eftir­lits­mann til lög­reglu

Atli Ísleifsson skrifar
Sami einstaklingur hefur áður verið kærður til lögreglu fyrir árás á starfsmann stofnunarinnar.
Sami einstaklingur hefur áður verið kærður til lögreglu fyrir árás á starfsmann stofnunarinnar. Stöð 2

Líkamsárás sem starfsmaður Matvælastofnunar varð fyrir í eftirliti hefur verið kærð til lögreglu. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að við komu á eftirlitsstað hafi eftirlitsmönnum verið hótað og annar sleginn tvisvar með hækju.

„Sami einstaklingur hefur áður verið kærður til lögreglu fyrir árás á starfsmann stofnunarinnar. Ekki var um sama starfsmann að ræða í bæði skiptin. Matvælastofnun hefur ítrekað haft afskipti af hundahaldi mannsins, en tilefni heimsóknar var hins vegar eftirlit með nágrönnum hans.

Í almennum hegningarlögum segir að hver sá sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfs skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Jafnframt segir að beita megi sektum ef brot er smáfellt.

Allt ofbeldi eða hótanir um ofbeldi í garð starfsmanna Matvælastofnunar verður kært til lögreglu,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×