Fótbolti

Umspilið byrjar í október en klárast í nóvember

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi Sigurðsson og félagar spila gegn Rúmenum í október.
Gylfi Sigurðsson og félagar spila gegn Rúmenum í október. getty

Ísland mun mæta Rúmeníu í umspilinu langþráða um sæti á Evrópumótinu, sem fer fram næsta sumar, í október en þetta var staðfest á fundi UEFA í dag.

Upphaflega átti leikurinn að fara fram í mars og mótið sjálft í sumar en báðu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Leikirnir voru fyrst fluttir frá mars, fram í júní en nú er staðfest að þeir verða spilaðir í október.

Leikirnir munu fara fram í landsliðsgluggunum frá 8. október til 12. nóvember en Ísland mætir Rúmeníu í undanúrslitunum um sæti á EM næsta sumar. Vinni liðið þann leik mæta þeir annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti á EM.

Áætlað er að leikurinn gegn Rúmeníu fari fram á Laugardalsvelli 8. október. Hafi liðið betur gegn Rúmenum fer úrslitaleikurinn fram erlendis, 12. nóvember.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.