Innlent

Allt að 16 stig í dag og hlýrra á morgun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Vík í Mýrdal. Hlýjast verður á Suðausturlandi í dag.
Frá Vík í Mýrdal. Hlýjast verður á Suðausturlandi í dag. Vísir/vilhelm

Það verður víða með hlýrra móti á landinu í dag en búast má við hita á bilinu 8 til 16 stig, hlýjast suðaustantil, og 10 til 19 stig á þjóðhátíðardaginn á morgun, þá hlýjast á Norðausturlandi.

Þá verður suðvestlæg eða breytileg átt á bilinu 3-10 m/s í dag. Víða dálitlar skúrir en líklega þurrt á Suðausturlandi og Austfjörðum. Í kvöld lægir og styttir upp og léttir til um landið austanvert.

Suðlæg átt á morgun, víða 3-8 m/s. Um landið norðanvert verður yfirleitt bjart veður en þó má búast við þokulofti við ströndina, einkum úti fyrir Austurlandi. Þurrt og skýjað með köflum á Suður- og Suðvesturlandi. Bætir heldur í vind við ströndina um kvöldið.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag (lýðveldisdagurinn):

Suðlæg átt 3-10 m/s. Skýjað með köflum sunnan- og vestanlands og hiti 10 til 14 stig, en léttskýjað á Norðausturlandi með hita 13 til 19 stig.

Á fimmtudag:

Suðaustan 8-13 við suðvesturströndina, annars hægari. Skýjað en úrkomulítið á sunnanverðu landinu, en bjartviðri norðanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á föstudag:

Hægt vaxandi austlæg átt. Bjart með köflum norðaustantil, en fer að rigna sunnanlands síðdegis. Hiti breytist lítið.

Á laugardag (sumarsólstöður) og sunnudag:

Austlæg átt og rigning með köflum. Milt í veðri.

Á mánudag:

Útlit fyrir sunnanátt með vætu í flestum landshlutum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.