Innlent

Katrín og Sigmundur Davíð í Víglínunni

Heimir Már Pétursson skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonar að stjórnmálaflokkarnir nái saman um nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili.Stöð 2/Arnar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræðir opun landamæranna, Þorvald Gylfason og norræna hagfræðitímaritið, stjórnarskrána og fleira hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í Víglínunni í dag. Hún hefur lagt áherslu á að samkomulag náist milli flokka á Alþingi um að koma að minnsta kosti breytingum á auðlindaákvæði stjórnarskrár í gegn á yfirstandandi kjörtímabili.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir borgarstjóra hafa tekist að gabba samgönguráðherra til að skrifa undir stefnu borgarmeirihlutans í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins næstu fimmtán árin og láta Sjálfstæðisflokkinn borga fyrir allt saman.Stöð 2/Arnar

Þá mætir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í seinni hluta þáttarins. En hann og aðrir þingmenn flokksins hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun opinbers hlutafélags um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu fimmtán árin. Sigmundur telur að borgarstjóra hafi tekist að gabba samgöngu- og fjármálaráðherra til liðs við stefnu borgarinnar í samgöngumálum.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40 og þátturinn í heild sinni verður birtur á sjónvarpshluta Vísis fljótlega eftir útsendingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.