Þakkar Íslendingum fyrir að kaupa svona mikið af blómum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2020 13:03 Feðgarnir Sveinn Sæland og Axel Sæland sem reka garðyrkjustöðina Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Magnús Hlynur Sala á afskornum íslenskum blómum hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil eftir að kórónuveiran kom upp og kom blómabændum skemmtilega á óvart. Rauðar rósir eru alltaf vinsælastar. Þó að kórónuveiran hafi gert mörgum erfitt fyrir og orðið til þess að fyrirtæki hafi farið í þrot og margir misst vinnuna þá eru líka til jákvæðir hlutir, sem rekja má til veirunnar. Gott dæmi um það er sala á blómum frá íslenskum blómabændum, sem hefur rokið upp eftir að veikin kom fram. Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er með stærri blómagarðyrkjustöðum landsins þar sem Axel Sæland er einn eigandi stöðvarinnar. Hann er hæstánægður með það hvað Íslendingar eru duglegir að kaupa afskorin blóm. „Það er bara mikil sala og mikil neysla. Útskriftir urðu úr skólum, það hélt sér en við stílum mikið inn á útskriftir á hverju ári, fermingar og útskriftir. Fermingarnar duttu reyndar út. Allir Íslendingarnir sem voru erlendis komu heim, þeir voru greinilega duglegir að kaupa blóm, ásamt þeim sem voru hér fyrir. Covid-19 hefur komið vel fyrir okkur, þetta hefur verið mjög skemmtilegur vinkill á þetta ástand. Við urðum náttúrlega mjög smeyk eins og allir aðrir í byrjun og gerðum ýmsar ráðstafanir til að minnka samdráttinn sem við bjuggumst við en svo varð svo sannlega engin samdráttur og mikið meiri sala en við áttum von á,“ segir Axel. Rauðar rósir eru lang vinsælustu afkornu blómin á Íslandi en það er mikið ræktað af þeim á Espiflöt.Magnús Hlynur En hverju þakkar Axel þessari miklu sölu á blómum? „Íbúum landsins, þeir nota blóm, bæði til að gleðja sjálfan sig og aðra í þessu ástandi og það er í rauninni bara íbúunum að þakka.“ Á Espiflöt eru eingöngu ræktuð afskorin blóm í blandaðri ræktun og sérhæfir fyrirtækið sig í tilbúnum blómvöndum sem er hægt að grípa með sér í blómabúðum eða stórverslunum. En af hverju ættum við að gefa hvort öðru blóm? „Það er bara gott tilefni, þau gleðja og þau lífga upp á litabrigði á heimilinu og yfirleitt er góður hugur á bakvið blómin þegar þau eru gefin,“ segir Axel og bætir við að rósir, ekki síst rauðar rósir, séu alltaf lang vinsælustu blómin, sem fólk kaupir. Garðyrkja Bláskógabyggð Neytendur Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Sala á afskornum íslenskum blómum hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil eftir að kórónuveiran kom upp og kom blómabændum skemmtilega á óvart. Rauðar rósir eru alltaf vinsælastar. Þó að kórónuveiran hafi gert mörgum erfitt fyrir og orðið til þess að fyrirtæki hafi farið í þrot og margir misst vinnuna þá eru líka til jákvæðir hlutir, sem rekja má til veirunnar. Gott dæmi um það er sala á blómum frá íslenskum blómabændum, sem hefur rokið upp eftir að veikin kom fram. Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er með stærri blómagarðyrkjustöðum landsins þar sem Axel Sæland er einn eigandi stöðvarinnar. Hann er hæstánægður með það hvað Íslendingar eru duglegir að kaupa afskorin blóm. „Það er bara mikil sala og mikil neysla. Útskriftir urðu úr skólum, það hélt sér en við stílum mikið inn á útskriftir á hverju ári, fermingar og útskriftir. Fermingarnar duttu reyndar út. Allir Íslendingarnir sem voru erlendis komu heim, þeir voru greinilega duglegir að kaupa blóm, ásamt þeim sem voru hér fyrir. Covid-19 hefur komið vel fyrir okkur, þetta hefur verið mjög skemmtilegur vinkill á þetta ástand. Við urðum náttúrlega mjög smeyk eins og allir aðrir í byrjun og gerðum ýmsar ráðstafanir til að minnka samdráttinn sem við bjuggumst við en svo varð svo sannlega engin samdráttur og mikið meiri sala en við áttum von á,“ segir Axel. Rauðar rósir eru lang vinsælustu afkornu blómin á Íslandi en það er mikið ræktað af þeim á Espiflöt.Magnús Hlynur En hverju þakkar Axel þessari miklu sölu á blómum? „Íbúum landsins, þeir nota blóm, bæði til að gleðja sjálfan sig og aðra í þessu ástandi og það er í rauninni bara íbúunum að þakka.“ Á Espiflöt eru eingöngu ræktuð afskorin blóm í blandaðri ræktun og sérhæfir fyrirtækið sig í tilbúnum blómvöndum sem er hægt að grípa með sér í blómabúðum eða stórverslunum. En af hverju ættum við að gefa hvort öðru blóm? „Það er bara gott tilefni, þau gleðja og þau lífga upp á litabrigði á heimilinu og yfirleitt er góður hugur á bakvið blómin þegar þau eru gefin,“ segir Axel og bætir við að rósir, ekki síst rauðar rósir, séu alltaf lang vinsælustu blómin, sem fólk kaupir.
Garðyrkja Bláskógabyggð Neytendur Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira