Innlent

Fleiri kvartanir vegna hávaða innandyra en færri utandyra

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan tók tölurnar saman að beiðni fréttastofu.
Lögreglan tók tölurnar saman að beiðni fréttastofu. Vísir/Vilhelm

Hávaðakvörtunum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 4. maí til og með 10. júní hefur fækkað lítillega, samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Kvörtunum vegna hávaða innandyra hefur fjölgað talsvert, en á móti hefur þeim fækkað vegna hávaða utandyra.

Þetta kemur fram í svari lögreglu við fyrirspurn fréttastofu. Þar segir að árið 2019 hafi kvartanir vegna hávaða innandyra verið 172 á umræddu tímabili árið 2019. Í ár hafi kvartanirnar hins vegar verið 217.

Þessi tafla fylgdi með svari lögreglu við fyrirspurn fréttastofu.LRH

Aðra sögu er að segja af kvörtunum vegna hávaða utandyra. Frá 4. maí til 10. júní 2019 voru slíkar kvartanir 145 talsins. Á sama tímabili, ári síðar, voru þær 89.

Hávaðakvörtunum á tímabilinu fækkaði þannig um 11 á milli ára, en í fyrra voru þær 317, en 306 í ár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×