Svona fer skimun fram á Keflavíkurflugvelli Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júní 2020 20:00 Undirbúningur fyrir skimun á Keflavíkurflugvelli er á lokastigi. Settir hafa verið upp tíu sýnatökubásar og munu um 60 manns koma með beinum hætti að sýnatöku. Farþegum sem neita að fara í skimun eða sóttkví á landamærum Íslands verður vísað úr landi. Í dag fór fram sýnatökuæfing á Keflavíkurflugvelli til að sjá hvort allt sé tilbúið fyrir skimun á vellinum. Stór dagur er á mánudaginn þegar landamæri Íslands verða formlega opnuð ferðamönnum. Búið er að setja upp tíu sýnatökubása á flugvellinum. „Þegar farþegar lenda hér á Keflavíkurflugvelli er fyrsta skref að mæta hingað í sýnatöku. Farþeginn sest niður og tekur sýnatakan einungis um tvær mínutur. Heilsufarsupplýsingar eru teknar niður og svo gengur farþeginn út.“ Skimunarbás á Keflavíkurflugvelli.ELISABET INGA Um 60 manns koma með beinum hætti að skimuninni. „Það þarf að tvímanna básana og svo er fólk til skiptanna þannig það eru um 30 manns á hverri vakt,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Búið er að reikna út að biðin í röð eftir sýnatöku ætti lengst að vera um 33 mínútur. Hart er brugðist við neiti farþegi að fylgja reglum um sýnatöku eða sóttkví. „Þá er viðbúið að þeim verði bara brottvísað úr landinu. Fái ekki að koma inn í landið,“ sagði Rögnvaldur. „Það sem kannski er mesta óvissan það er hver verður farþegafjöldinn á mánudag og næstu daga. Við eigum að geta keyrt í gegn á klukkustund 200 farþega,“ sagði Jórlaug Heimisdóttir, verkefnastjóri sýnatöku á Keflavíkurflugvelli. Ekki er vitað hve margir farþegar koma til landsins á mánudag, en samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur. Er þetta mesta umferð um völlinn í nokkuð langan tíma en til samanburðar er einungis von á einni vél frá Lundúnum á morgun. Fyrsta vélin sem kemur á vegum SAS frá Kaupmannahöfn lendir um klukkan hálf ellefu á mánudag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Undirbúningur fyrir skimun á Keflavíkurflugvelli er á lokastigi. Settir hafa verið upp tíu sýnatökubásar og munu um 60 manns koma með beinum hætti að sýnatöku. Farþegum sem neita að fara í skimun eða sóttkví á landamærum Íslands verður vísað úr landi. Í dag fór fram sýnatökuæfing á Keflavíkurflugvelli til að sjá hvort allt sé tilbúið fyrir skimun á vellinum. Stór dagur er á mánudaginn þegar landamæri Íslands verða formlega opnuð ferðamönnum. Búið er að setja upp tíu sýnatökubása á flugvellinum. „Þegar farþegar lenda hér á Keflavíkurflugvelli er fyrsta skref að mæta hingað í sýnatöku. Farþeginn sest niður og tekur sýnatakan einungis um tvær mínutur. Heilsufarsupplýsingar eru teknar niður og svo gengur farþeginn út.“ Skimunarbás á Keflavíkurflugvelli.ELISABET INGA Um 60 manns koma með beinum hætti að skimuninni. „Það þarf að tvímanna básana og svo er fólk til skiptanna þannig það eru um 30 manns á hverri vakt,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Búið er að reikna út að biðin í röð eftir sýnatöku ætti lengst að vera um 33 mínútur. Hart er brugðist við neiti farþegi að fylgja reglum um sýnatöku eða sóttkví. „Þá er viðbúið að þeim verði bara brottvísað úr landinu. Fái ekki að koma inn í landið,“ sagði Rögnvaldur. „Það sem kannski er mesta óvissan það er hver verður farþegafjöldinn á mánudag og næstu daga. Við eigum að geta keyrt í gegn á klukkustund 200 farþega,“ sagði Jórlaug Heimisdóttir, verkefnastjóri sýnatöku á Keflavíkurflugvelli. Ekki er vitað hve margir farþegar koma til landsins á mánudag, en samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur. Er þetta mesta umferð um völlinn í nokkuð langan tíma en til samanburðar er einungis von á einni vél frá Lundúnum á morgun. Fyrsta vélin sem kemur á vegum SAS frá Kaupmannahöfn lendir um klukkan hálf ellefu á mánudag
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira