Ekki tímabært að segja af eða á vegna friðunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2020 21:00 Sjávarútvegsráðherra kallaði nýverið eftir því að þrjár stofnanir og sveitarfélög við Eyjafjörð, Jökulfirði á Vestfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðaflóa á Austfjörðum skiluðu inn umsögnum um hvort rétt væri að friða firðina fyrir laxeldi í sjókvíum. Vísir Sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé tímabært að taka ákvörðum um það hvort friða eigi nokkra firði, þar á meðal Eyjafjörð, fyrir laxeldi í sjó. Nýverið kallaði sjávarútvegsráðherra eftir því að þrjár stofnanir og sveitarfélög við Eyjafjörð, Jökulfirði á Vestfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa á Austfjörðum skiluðu inn umsögnum um hvort rétt væri að friða firðina fyrir laxeldi í sjókvíum. Á opnum fundi um málið á Akureyri í gær var ráðherra ýmist hvattur til þess að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó sem fyrst, eða drífa sig í því að hefja ferlið sem heimilar slíkt eldi. Hann er þó á bremsunni í báðar áttir. Sjávarútvegsráðherra kynnir breytingar á lögum tengdu fiskeldi á opnum fundi á Akureyri í gær.Stöð 2 „Það þarf að taka ákvörðun þegar það er tímabært. Á þessari stundu er það ekki tímabært. Ég tel mjög mikilvægt að sveitarfélögin taki umræðu um þá þætti sem þeim finnst skipta máli varðandi fiskeldi í firðinum og aðra atvinnustarfsemi,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Málið hefur verið í brennidepli frá því að meirihluti bæjarstjórnarinnar á Akureyri samþykkti að leggja til við ráðherra að friða ætti Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó. Bæjarstjóri Fjallabyggðar vill hins vegar fá að ræða málin fyrst. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir ekki rétt að ákvörðun sé tekin í málinu áður en samtal eigi sér stað.Stöð 2 „Við viljum eiga samtal um þetta byggt á rannsóknum, skoðun og rökum. Heyra sjónarmið, í rauninni viljum við það bara núna fyrst. Svo tökum við ákvarðanir. Við viljum taka ákvarðanir byggðar á einhverju,“ segir Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Hann er ekki hrifinn af því að fjörðurinn verði friðaður, áður en að slíkt samtal fari fram. „Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt að við séum í raun að taka ákvarðanir um að það verði ekki, byggt á mjög takmarkaðri þekkingu, og án þess að ætla að eiga samtal,“ segir Elías. Ráðherra segir að boltinn sé nú hjá sveitarfélögunum. „Þegar þau svara mér þá setjumst við yfir málið aftur og spáum í næstu skref,“ segir Kristján Þór. Sjávarútvegur Fiskeldi Akureyri Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Svalbarðsstrandarhreppur Hörgársveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Tengdar fréttir Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé tímabært að taka ákvörðum um það hvort friða eigi nokkra firði, þar á meðal Eyjafjörð, fyrir laxeldi í sjó. Nýverið kallaði sjávarútvegsráðherra eftir því að þrjár stofnanir og sveitarfélög við Eyjafjörð, Jökulfirði á Vestfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa á Austfjörðum skiluðu inn umsögnum um hvort rétt væri að friða firðina fyrir laxeldi í sjókvíum. Á opnum fundi um málið á Akureyri í gær var ráðherra ýmist hvattur til þess að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó sem fyrst, eða drífa sig í því að hefja ferlið sem heimilar slíkt eldi. Hann er þó á bremsunni í báðar áttir. Sjávarútvegsráðherra kynnir breytingar á lögum tengdu fiskeldi á opnum fundi á Akureyri í gær.Stöð 2 „Það þarf að taka ákvörðun þegar það er tímabært. Á þessari stundu er það ekki tímabært. Ég tel mjög mikilvægt að sveitarfélögin taki umræðu um þá þætti sem þeim finnst skipta máli varðandi fiskeldi í firðinum og aðra atvinnustarfsemi,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Málið hefur verið í brennidepli frá því að meirihluti bæjarstjórnarinnar á Akureyri samþykkti að leggja til við ráðherra að friða ætti Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó. Bæjarstjóri Fjallabyggðar vill hins vegar fá að ræða málin fyrst. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir ekki rétt að ákvörðun sé tekin í málinu áður en samtal eigi sér stað.Stöð 2 „Við viljum eiga samtal um þetta byggt á rannsóknum, skoðun og rökum. Heyra sjónarmið, í rauninni viljum við það bara núna fyrst. Svo tökum við ákvarðanir. Við viljum taka ákvarðanir byggðar á einhverju,“ segir Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Hann er ekki hrifinn af því að fjörðurinn verði friðaður, áður en að slíkt samtal fari fram. „Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt að við séum í raun að taka ákvarðanir um að það verði ekki, byggt á mjög takmarkaðri þekkingu, og án þess að ætla að eiga samtal,“ segir Elías. Ráðherra segir að boltinn sé nú hjá sveitarfélögunum. „Þegar þau svara mér þá setjumst við yfir málið aftur og spáum í næstu skref,“ segir Kristján Þór.
Sjávarútvegur Fiskeldi Akureyri Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Svalbarðsstrandarhreppur Hörgársveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Tengdar fréttir Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45
Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06