Ekki tímabært að segja af eða á vegna friðunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2020 21:00 Sjávarútvegsráðherra kallaði nýverið eftir því að þrjár stofnanir og sveitarfélög við Eyjafjörð, Jökulfirði á Vestfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðaflóa á Austfjörðum skiluðu inn umsögnum um hvort rétt væri að friða firðina fyrir laxeldi í sjókvíum. Vísir Sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé tímabært að taka ákvörðum um það hvort friða eigi nokkra firði, þar á meðal Eyjafjörð, fyrir laxeldi í sjó. Nýverið kallaði sjávarútvegsráðherra eftir því að þrjár stofnanir og sveitarfélög við Eyjafjörð, Jökulfirði á Vestfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa á Austfjörðum skiluðu inn umsögnum um hvort rétt væri að friða firðina fyrir laxeldi í sjókvíum. Á opnum fundi um málið á Akureyri í gær var ráðherra ýmist hvattur til þess að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó sem fyrst, eða drífa sig í því að hefja ferlið sem heimilar slíkt eldi. Hann er þó á bremsunni í báðar áttir. Sjávarútvegsráðherra kynnir breytingar á lögum tengdu fiskeldi á opnum fundi á Akureyri í gær.Stöð 2 „Það þarf að taka ákvörðun þegar það er tímabært. Á þessari stundu er það ekki tímabært. Ég tel mjög mikilvægt að sveitarfélögin taki umræðu um þá þætti sem þeim finnst skipta máli varðandi fiskeldi í firðinum og aðra atvinnustarfsemi,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Málið hefur verið í brennidepli frá því að meirihluti bæjarstjórnarinnar á Akureyri samþykkti að leggja til við ráðherra að friða ætti Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó. Bæjarstjóri Fjallabyggðar vill hins vegar fá að ræða málin fyrst. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir ekki rétt að ákvörðun sé tekin í málinu áður en samtal eigi sér stað.Stöð 2 „Við viljum eiga samtal um þetta byggt á rannsóknum, skoðun og rökum. Heyra sjónarmið, í rauninni viljum við það bara núna fyrst. Svo tökum við ákvarðanir. Við viljum taka ákvarðanir byggðar á einhverju,“ segir Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Hann er ekki hrifinn af því að fjörðurinn verði friðaður, áður en að slíkt samtal fari fram. „Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt að við séum í raun að taka ákvarðanir um að það verði ekki, byggt á mjög takmarkaðri þekkingu, og án þess að ætla að eiga samtal,“ segir Elías. Ráðherra segir að boltinn sé nú hjá sveitarfélögunum. „Þegar þau svara mér þá setjumst við yfir málið aftur og spáum í næstu skref,“ segir Kristján Þór. Sjávarútvegur Fiskeldi Akureyri Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Svalbarðsstrandarhreppur Hörgársveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Tengdar fréttir Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé tímabært að taka ákvörðum um það hvort friða eigi nokkra firði, þar á meðal Eyjafjörð, fyrir laxeldi í sjó. Nýverið kallaði sjávarútvegsráðherra eftir því að þrjár stofnanir og sveitarfélög við Eyjafjörð, Jökulfirði á Vestfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa á Austfjörðum skiluðu inn umsögnum um hvort rétt væri að friða firðina fyrir laxeldi í sjókvíum. Á opnum fundi um málið á Akureyri í gær var ráðherra ýmist hvattur til þess að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó sem fyrst, eða drífa sig í því að hefja ferlið sem heimilar slíkt eldi. Hann er þó á bremsunni í báðar áttir. Sjávarútvegsráðherra kynnir breytingar á lögum tengdu fiskeldi á opnum fundi á Akureyri í gær.Stöð 2 „Það þarf að taka ákvörðun þegar það er tímabært. Á þessari stundu er það ekki tímabært. Ég tel mjög mikilvægt að sveitarfélögin taki umræðu um þá þætti sem þeim finnst skipta máli varðandi fiskeldi í firðinum og aðra atvinnustarfsemi,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Málið hefur verið í brennidepli frá því að meirihluti bæjarstjórnarinnar á Akureyri samþykkti að leggja til við ráðherra að friða ætti Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó. Bæjarstjóri Fjallabyggðar vill hins vegar fá að ræða málin fyrst. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir ekki rétt að ákvörðun sé tekin í málinu áður en samtal eigi sér stað.Stöð 2 „Við viljum eiga samtal um þetta byggt á rannsóknum, skoðun og rökum. Heyra sjónarmið, í rauninni viljum við það bara núna fyrst. Svo tökum við ákvarðanir. Við viljum taka ákvarðanir byggðar á einhverju,“ segir Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Hann er ekki hrifinn af því að fjörðurinn verði friðaður, áður en að slíkt samtal fari fram. „Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt að við séum í raun að taka ákvarðanir um að það verði ekki, byggt á mjög takmarkaðri þekkingu, og án þess að ætla að eiga samtal,“ segir Elías. Ráðherra segir að boltinn sé nú hjá sveitarfélögunum. „Þegar þau svara mér þá setjumst við yfir málið aftur og spáum í næstu skref,“ segir Kristján Þór.
Sjávarútvegur Fiskeldi Akureyri Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Svalbarðsstrandarhreppur Hörgársveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Tengdar fréttir Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45
Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06