Stuðningsmenn Guðna gætu reynst værukærari og munurinn minnkað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. júní 2020 13:28 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands eiga inni mjög öruggan sigur í komandi kosningum. samsett mynd Sökum yfirburðarstöðu sitjandi forseta í könnunum gætu stuðningsmenn hans reynst værukærari og síður mætt á kjörstað, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Það sé eitt það helsta sem gæti hnikað til stöðunni á kjördag. Hann segir mótframboðið tengjast þjóðernispopúlisma sem njóti vaxandi fylgis víða um heim. Sjónvarpskappræður Guðna Th. Jóhannessonar forseta og frambjóðandans Guðmundar Franklíns Jónssonar fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi. Gafst þeim meðal annars kostur á að spyrja hvorn annan tveggja spurninga og kom til nokkuð harðra orðaskipta. Samkvæmt nýrri könnun sem kynnt var í þættinum ynni Guðni öruggan sigur ef gengið yrði til kosninga í dag. Fengi hann 92,4 prósent atkvæða en Guðmundur Franklín 7,6 prósent. Guðmundur Franklín Jónsson sækir fylgi sitt helst til eldra fólks, kjósenda Miðflokksins og karla fremur en kvenna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir muninn svo mikinn að niðurstaða kosninga liggi nokkuð ljós fyrir. Fylgið gæti breyst að einhverju leyti. „Kjósendur Guðna gætu vegna þessa gríðarlega munar og yfirburðarstöðu í könnunum reynst værukærari og talið sig eiga síður erindi á kjörstað en staðfastir kjósendur Guðmundar, þrátt fyrir að þeir séu miklu færri. Niðurstaðan gæti því á endanum verið sú að munurinn verði eitthvað minni," segir Eiríkur. Guðmundur nefndi þriðja orkupakkann þegar hann talaði um beitingu synjunarvalds forseta.Vísir/Sigurjón Kosningaþátttaka gæti þannig orðið dræmari en í síðustu kosningum. „Hins vegar eru íslenskir kjósendur þannig að þeir taka hlutverk sitt alvarlega og kjörsókn er töluvert há í samanburði við nágrannalöndin. Maður sér kjörsóknina því ekki hríðfalla þó hún gæti orðið eitthvað dræmari en til að mynda síðast þegar spenna var í kjörinu," segir Eiríkur. Kosningarnar nú séu hefðbundnar miðað við aðrar sambærilegar; þar sem nokkuð óumdeildur sitjandi forseti tekur þátt og virðist eiga sigurinn vísan. „Það sem er kannski sérstakt núna er að þessi áskorun sem kemur fram tengist þessari tegund stjórnmála sem við höfum verið að sjá rísa upp í löndunum í kringum okkur og er stundum kölluð þjóðernispopúlismi," segir Eiríkur. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir „Þetta var í senn skemmtilegt og sorglegt” Grétar Þór Eyþórsson, professor við Háskólann á Akureyri, segir forsetaframbjóðandann Guðmundur Franklín Jónsson ekki hafa komið málefnanlega frá sjónvarpskappræðunum á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 22:15 „Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 21:58 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Sökum yfirburðarstöðu sitjandi forseta í könnunum gætu stuðningsmenn hans reynst værukærari og síður mætt á kjörstað, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Það sé eitt það helsta sem gæti hnikað til stöðunni á kjördag. Hann segir mótframboðið tengjast þjóðernispopúlisma sem njóti vaxandi fylgis víða um heim. Sjónvarpskappræður Guðna Th. Jóhannessonar forseta og frambjóðandans Guðmundar Franklíns Jónssonar fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi. Gafst þeim meðal annars kostur á að spyrja hvorn annan tveggja spurninga og kom til nokkuð harðra orðaskipta. Samkvæmt nýrri könnun sem kynnt var í þættinum ynni Guðni öruggan sigur ef gengið yrði til kosninga í dag. Fengi hann 92,4 prósent atkvæða en Guðmundur Franklín 7,6 prósent. Guðmundur Franklín Jónsson sækir fylgi sitt helst til eldra fólks, kjósenda Miðflokksins og karla fremur en kvenna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir muninn svo mikinn að niðurstaða kosninga liggi nokkuð ljós fyrir. Fylgið gæti breyst að einhverju leyti. „Kjósendur Guðna gætu vegna þessa gríðarlega munar og yfirburðarstöðu í könnunum reynst værukærari og talið sig eiga síður erindi á kjörstað en staðfastir kjósendur Guðmundar, þrátt fyrir að þeir séu miklu færri. Niðurstaðan gæti því á endanum verið sú að munurinn verði eitthvað minni," segir Eiríkur. Guðmundur nefndi þriðja orkupakkann þegar hann talaði um beitingu synjunarvalds forseta.Vísir/Sigurjón Kosningaþátttaka gæti þannig orðið dræmari en í síðustu kosningum. „Hins vegar eru íslenskir kjósendur þannig að þeir taka hlutverk sitt alvarlega og kjörsókn er töluvert há í samanburði við nágrannalöndin. Maður sér kjörsóknina því ekki hríðfalla þó hún gæti orðið eitthvað dræmari en til að mynda síðast þegar spenna var í kjörinu," segir Eiríkur. Kosningarnar nú séu hefðbundnar miðað við aðrar sambærilegar; þar sem nokkuð óumdeildur sitjandi forseti tekur þátt og virðist eiga sigurinn vísan. „Það sem er kannski sérstakt núna er að þessi áskorun sem kemur fram tengist þessari tegund stjórnmála sem við höfum verið að sjá rísa upp í löndunum í kringum okkur og er stundum kölluð þjóðernispopúlismi," segir Eiríkur.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir „Þetta var í senn skemmtilegt og sorglegt” Grétar Þór Eyþórsson, professor við Háskólann á Akureyri, segir forsetaframbjóðandann Guðmundur Franklín Jónsson ekki hafa komið málefnanlega frá sjónvarpskappræðunum á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 22:15 „Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 21:58 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Þetta var í senn skemmtilegt og sorglegt” Grétar Þór Eyþórsson, professor við Háskólann á Akureyri, segir forsetaframbjóðandann Guðmundur Franklín Jónsson ekki hafa komið málefnanlega frá sjónvarpskappræðunum á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 22:15
„Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 21:58