Innlent

Starfs­fólk Vín­búðanna fagnar raf­rænu öku­skír­teinunum

Atli Ísleifsson skrifar
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að án þess að hafa séð endanlega útfærslu geri hún ráð fyrir að þetta séu lögleg skilríki og því gild í Vínbúðunum.
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að án þess að hafa séð endanlega útfærslu geri hún ráð fyrir að þetta séu lögleg skilríki og því gild í Vínbúðunum. ÁTVR/Vilhelm

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segist gera ráð fyrir að starfsfólk Vínbúðanna muni fagna hinum nýju rafrænum skilríkjum sem væntanleg eru í lok mánaðar.

„Rafræn ökuskírteini munu væntanlega auðvelda skilríkjaeftirlit sérstaklega þar sem fleiri viðskiptavinir kjósa rafrænar greiðslur svo sem í síma,“ segir Sigrún Ósk í samtali við Vísi.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra greindi frá því fyrr í vikunni að Íslendingar muni geta haft ökuskírteini sín á rafrænu formi í símanum sínum í lok júní ef allt gengur upp. Þróun hefur staðið yfir undanfarna mánuði á vegum embætti ríkislögreglustjóra og Stafræns Íslands, verkefnastofu á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Starfsmenn Vínbúðarinnar hafa uppi eftirlit og tryggja að allir þeir sem kaupa vín eigi að geta sýnt fram á að vera tuttugu ára eða eldri.

„Án þess að hafa séð endanlega útfærslu geri ég ráð fyrir að þetta séu lögleg skilríki og því gild í Vínbúðunum,“ segir Sigrún Ósk.

Hún segir að ef upp kemur grunur um fölsuð skilríki sé almenna reglan að viðkomandi sé beðinn um að framvísa öðrum skilríkjum til staðfestingar. „Eins og áður með fyrirvara um að ég hef ekki séð útfærsluna, þá myndi ég gera ráð fyrir að rafræn ökuskírteini væri góð leið til að sanna aldur í Vínbúðum,“ segir Sigrún.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×