Íslenskum lögreglumönnum kennt að setja aldrei þrýsting á háls við handtöku Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2020 07:39 Í svari embættis ríkislögreglustjóra segir að í þjálfun lögreglumanna hér á landi sé kennt að þegar handjárna þurfi einstakling sem liggi á maganum verði að gæta vel að því hvar þeir setji þungann á viðkomandi. Vísir/Vilhelm Íslenskir lögreglumenn hvorki beita þeim aðferðum við handtöku sem beitt var gegn George Floyd í Minnesota í Bandaríkjunum, né eru þeim kenndar slíkar aðferðir í þjálfun eða námi hér á landi. Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu um hvernig embættið líti á handtökuaðferðir bandaríska lögreglumannsins sem hélt Floyd niðri í tæpar níu mínútur með því að beita hnénu að hálsi, og hvað íslenskum lögreglunemum sé kennt um hvaða aðferðum skuli beitt við handtökur. „Þvert á móti er brýnt fyrir íslenskum lögreglumönnum að gæta sérstaklega að viðkvæmum svæðum ef grípa þarf til valdbeitingarúrræða. Eitt af því sem kennt er í þjálfun lögreglumanna er að setja aldrei þrýsting á háls eða öndunarveg fólks,“ segir í svari embættisins. Dauði George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunna í Minneapolis í síðustu viku hefur valdið mikilli reiði í Bandaríkjunum og víða um heim. Hann lést eftir að lögreglumaður hvíldi hné sitt á hálsinum á honum í um níu mínútur á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Þeir hafa nú verið ákærðir fyrir morð eða aðild að morði. Skjáskot úr myndbandi af umræddri handtöku á George Floyd í Minneapolis í síðasta mánuði. Floyd lést vegna köfnunar. Gæti vel að því hvar þeir setja þungann á viðkomandi Í svari embættis ríkislögreglustjóra segir að í þjálfun lögreglumanna hér á landi sé kennt að þegar handjárna þurfi einstakling sem liggi á maganum verði að gæta vel að því hvar þeir setji þungann á viðkomandi. „Lögreglumönnum er kennt að styðja sig með hægri eða vinstri hönd, setja svo hné yfir herðablað og mitt bak. Snúa á hnjám 45 gráður út frá höfði, þannig að hné komi aldrei nálægt hálsi þess handtekna. Alls ekki skal setja hné á háls, hnakka eða höfuð á liggjandi manneskju og passa að setja ekki allan þunga á bak viðkomandi heldur standa í tábergið svo hægt sé að stýra þunganum betur. Þessi aðferð hefur verið kennd öllum lögreglunemum sem farið hafa í gegnum námið hér á landi síðustu áratugi. Það hefur ávallt verið sérstök áhersla lögð á að þjálfa fólk í réttri notkun þessara líkamlegu valdbeitingaraðferða og ennfremur að þeim skuli beitt sparlega,“ segir í svarinu. Útför George Floyd var gerð frá Houston í Bandaríkjunum í gær.Getty Festa hinn handtekna í læsta hliðarlegu Áfram segir að þegar einstaklingurinn sé kominn í handjárn, liggjandi á maganum, þá skuli snúa honum á hliðina til þess að auðvelda öndun, festa hann í læsta hliðarlegu og undirbúa til flutnings í lögreglubíl eða á öruggan stað. „Lögreglunemum og lögreglumönnum er einnig kennt að fylgjast með andardrætti og líðan þess sem verið er að handtaka og gæta þess að handtakan valdi sem minnstum óþægindum.“ Áréttað er að valdbeiting lögreglu er ávallt neyðarúrræði. „Valdbeitingu við handtökur er einungis beitt þegar tryggja þarf öryggi lögreglufólks eða almennra borgara. Þá skal stig valdbeitingar vera í samræmi við aðstæður hverju sinni, líkt og fram kemur í lögum.“ Ennfremur er tekið fram í svarinu að aldrei skuli umbera ofbeldi eða kynþáttahatur, hverjar sem birtingarmyndir þess eru. Lögreglan Dauði George Floyd Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Íslenskir lögreglumenn hvorki beita þeim aðferðum við handtöku sem beitt var gegn George Floyd í Minnesota í Bandaríkjunum, né eru þeim kenndar slíkar aðferðir í þjálfun eða námi hér á landi. Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu um hvernig embættið líti á handtökuaðferðir bandaríska lögreglumannsins sem hélt Floyd niðri í tæpar níu mínútur með því að beita hnénu að hálsi, og hvað íslenskum lögreglunemum sé kennt um hvaða aðferðum skuli beitt við handtökur. „Þvert á móti er brýnt fyrir íslenskum lögreglumönnum að gæta sérstaklega að viðkvæmum svæðum ef grípa þarf til valdbeitingarúrræða. Eitt af því sem kennt er í þjálfun lögreglumanna er að setja aldrei þrýsting á háls eða öndunarveg fólks,“ segir í svari embættisins. Dauði George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunna í Minneapolis í síðustu viku hefur valdið mikilli reiði í Bandaríkjunum og víða um heim. Hann lést eftir að lögreglumaður hvíldi hné sitt á hálsinum á honum í um níu mínútur á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Þeir hafa nú verið ákærðir fyrir morð eða aðild að morði. Skjáskot úr myndbandi af umræddri handtöku á George Floyd í Minneapolis í síðasta mánuði. Floyd lést vegna köfnunar. Gæti vel að því hvar þeir setja þungann á viðkomandi Í svari embættis ríkislögreglustjóra segir að í þjálfun lögreglumanna hér á landi sé kennt að þegar handjárna þurfi einstakling sem liggi á maganum verði að gæta vel að því hvar þeir setji þungann á viðkomandi. „Lögreglumönnum er kennt að styðja sig með hægri eða vinstri hönd, setja svo hné yfir herðablað og mitt bak. Snúa á hnjám 45 gráður út frá höfði, þannig að hné komi aldrei nálægt hálsi þess handtekna. Alls ekki skal setja hné á háls, hnakka eða höfuð á liggjandi manneskju og passa að setja ekki allan þunga á bak viðkomandi heldur standa í tábergið svo hægt sé að stýra þunganum betur. Þessi aðferð hefur verið kennd öllum lögreglunemum sem farið hafa í gegnum námið hér á landi síðustu áratugi. Það hefur ávallt verið sérstök áhersla lögð á að þjálfa fólk í réttri notkun þessara líkamlegu valdbeitingaraðferða og ennfremur að þeim skuli beitt sparlega,“ segir í svarinu. Útför George Floyd var gerð frá Houston í Bandaríkjunum í gær.Getty Festa hinn handtekna í læsta hliðarlegu Áfram segir að þegar einstaklingurinn sé kominn í handjárn, liggjandi á maganum, þá skuli snúa honum á hliðina til þess að auðvelda öndun, festa hann í læsta hliðarlegu og undirbúa til flutnings í lögreglubíl eða á öruggan stað. „Lögreglunemum og lögreglumönnum er einnig kennt að fylgjast með andardrætti og líðan þess sem verið er að handtaka og gæta þess að handtakan valdi sem minnstum óþægindum.“ Áréttað er að valdbeiting lögreglu er ávallt neyðarúrræði. „Valdbeitingu við handtökur er einungis beitt þegar tryggja þarf öryggi lögreglufólks eða almennra borgara. Þá skal stig valdbeitingar vera í samræmi við aðstæður hverju sinni, líkt og fram kemur í lögum.“ Ennfremur er tekið fram í svarinu að aldrei skuli umbera ofbeldi eða kynþáttahatur, hverjar sem birtingarmyndir þess eru.
Lögreglan Dauði George Floyd Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira