Innlent

Harður á­rekstur á Reykja­nes­braut: Tveir á slysa­deild

Andri Eysteinsson skrifar
Frá vettvangi á Reykjanesbraut við Fitjar.
Frá vettvangi á Reykjanesbraut við Fitjar. Aðsend

Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut ofan Njarðvíkur nú rétt um klukkan 12:30 í dag.

Í samtali við varðstofu Brunavarna Suðurnesja er staðfest að flutningabíl var ekið aftan á vegamerkingabíl sem var að störfum nærri Fitjum. Einn ökumaður var í hvorum bíl og hafa þeir báðir verið fluttir á slysadeild.

Veginum hefur verið lokað en hjáleið er um Stapabraut og Njarðarbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar. Unnið er að hreinsun vegarins en ekki er ljóst hvenær hægt verður að opna Reykjanesbrautina að nýju.

Fréttin hefur verið uppfærð



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×