Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2020 23:06 Fossinn Dynjandi í Arnarfirði, einnig þekktur sem Fjallfoss. Stöð 2/Skjáskot. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst sjá vegagerð um Dynjandisheiði í höfn og að raforkuöryggi verði tryggt á Vestfjörðum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fossinn Dynjandi er þegar friðlýstur en fyrir lá tillaga, byggð á vinnu samstarfshóps umhverfisráðuneytis, Umhverfisstofnunar og Ísafjarðarbæjar, um verulega stækkun friðlandsins með gerð þjóðgarðs, sem myndi einnig ná yfir Geirþjófsfjörð og friðland Vatnsfjarðar sem og Dynjandisheiði. Vegurinn um Dynjandisheiði á Vestfjörðum er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn á þjóðvegakerfi landsins.Vísir/Egill Aðalsteinsson. Bæjarstjórn Ísafjarðar samþykkti hins vegar á fundi sínum fyrir helgi, með níu samhljóða atkvæðum, að fresta afgreiðslu málsins. Héraðsmiðillinn Bæjarins besta greindi fyrst frá málinu. Sigurður Jón Hreinsson, bæjarfulltrúi Í-listans, sem mælti fyrir frestun, segir tvennt vaka fyrir bæjarstjórninni; að tryggja að fyrirhuguð vegagerð um Dynjandisheiði komist í höfn - og helst að henni verði lokið áður en svæðið verði gert að þjóðgarði - og einnig að sjá raforkuöryggi tryggt á Vestfjörðum. Séð yfir ósa Hvalár. Ófeigsfjörður í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Eftir að Hvalárvirkjun hafi verið slegið á frest þurfi að leita annarra leiða til að afla raforku á Vestfjörðum, og þótt enginn sé að tala um að taka vatn af Dynjanda geti verið aðrir möguleikar á svæðinu til virkjana sem ekki megi girða fyrir, að sögn Sigurðar. Bæjarstjórnin telji það forsendu raforkuöryggis á Vestfjörðum að virkjað verði innan fjórðungsins. Þá leynir Sigurður því ekki að menn séu brenndir eftir að hafa horft á feril Teigsskógarmálsins síðustu fimmtán ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ísafjarðarbær Umhverfismál Samgöngur Teigsskógur Dýrafjarðargöng Vesturbyggð Orkumál Deilur um Hvalárvirkjun Tengdar fréttir Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00 Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30 Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mómæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst sjá vegagerð um Dynjandisheiði í höfn og að raforkuöryggi verði tryggt á Vestfjörðum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fossinn Dynjandi er þegar friðlýstur en fyrir lá tillaga, byggð á vinnu samstarfshóps umhverfisráðuneytis, Umhverfisstofnunar og Ísafjarðarbæjar, um verulega stækkun friðlandsins með gerð þjóðgarðs, sem myndi einnig ná yfir Geirþjófsfjörð og friðland Vatnsfjarðar sem og Dynjandisheiði. Vegurinn um Dynjandisheiði á Vestfjörðum er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn á þjóðvegakerfi landsins.Vísir/Egill Aðalsteinsson. Bæjarstjórn Ísafjarðar samþykkti hins vegar á fundi sínum fyrir helgi, með níu samhljóða atkvæðum, að fresta afgreiðslu málsins. Héraðsmiðillinn Bæjarins besta greindi fyrst frá málinu. Sigurður Jón Hreinsson, bæjarfulltrúi Í-listans, sem mælti fyrir frestun, segir tvennt vaka fyrir bæjarstjórninni; að tryggja að fyrirhuguð vegagerð um Dynjandisheiði komist í höfn - og helst að henni verði lokið áður en svæðið verði gert að þjóðgarði - og einnig að sjá raforkuöryggi tryggt á Vestfjörðum. Séð yfir ósa Hvalár. Ófeigsfjörður í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Eftir að Hvalárvirkjun hafi verið slegið á frest þurfi að leita annarra leiða til að afla raforku á Vestfjörðum, og þótt enginn sé að tala um að taka vatn af Dynjanda geti verið aðrir möguleikar á svæðinu til virkjana sem ekki megi girða fyrir, að sögn Sigurðar. Bæjarstjórnin telji það forsendu raforkuöryggis á Vestfjörðum að virkjað verði innan fjórðungsins. Þá leynir Sigurður því ekki að menn séu brenndir eftir að hafa horft á feril Teigsskógarmálsins síðustu fimmtán ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ísafjarðarbær Umhverfismál Samgöngur Teigsskógur Dýrafjarðargöng Vesturbyggð Orkumál Deilur um Hvalárvirkjun Tengdar fréttir Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00 Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30 Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mómæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira
Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00
Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30
Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35
Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15