Innlent

Aug­lýstu heima­slátrað lamba­kjöt til sölu á sam­fé­lags­miðlum

Sylvía Hall skrifar
Samkvæmt lögum er ólöglegt að selja lambakjöt sem ekki hefur verið slátrað í löggiltu sláturhúsi.
Samkvæmt lögum er ólöglegt að selja lambakjöt sem ekki hefur verið slátrað í löggiltu sláturhúsi. Vísir/Getty

Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu vegna sölu á lambakjöti sem talið að sé heimslátrað sauðfé. Tveir einstaklingar á Norðurlandi liggja undir grun vegna málsins að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Einstaklingarnir eru báðir búsettir á Norðurlandi og fór salan fram í gegnum samfélagsmiðla.

Samkvæmt lögum um slátrun og sláturafurðir er óheimilt að selja og dreifa kjöti nema því hafi verið slátrað í löggiltu sláturhúsi og hafi verið skoðað af dýralækni á vegum Matvælastofnunar.

Hið meinta brot felst því í því að slátra sauðfénu utan sláturhúss og setja afurðirnar á markað, án þess að kjötið hafi verið skoðað af réttum aðilum í samræmi við gildandi lög. Aðeins er heimilt að nýta heimaslátrað fé til einkaneyslu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.