Inga Sæland segir ungan frænda sinn í sárum hafa lent í klóm Þórhalls miðils Jakob Bjarnar skrifar 8. júní 2020 09:32 Inga Sæland segir ungan frænda sinn hafa lent í klóm Þórhalls miðils. Og henni sé kunnugt um fleiri fórnarlömb hans. Opinská og afdráttarlaus færsla þingmannsins hefur vakið mikla athygli og óhug. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að bróðursonur sinn hafi lent í klóm Þórhalls miðils þá er hann var í sárum eftir föðurmissi. Drengurinn hafi þá aðeins verið 17 ára gamall og leitaði til Þórhalls sem misnotaði traust drengsins. Inga greinir frá þessu opinberlega á Facebooksíðu sinni en frásögn hennar er sláandi. Inga segir að sér sé kunnugt um fleiri fórnarlömb miðilsins. Frásögn Ingu hefur vakið nokkurn óhug ef marka má athugsemdir við færslu Ingu sem hún birti í gær. „Við vitum um fleiri fórnarlömb sem áttu það sameiginlegt að hafa misst foreldri sitt og þessi níðingur nýtti sér sorg þeirra til að svala afbrigðilegum fýsnum sínum,“ segir þingmaðurinn og er afdráttarlaus. Þórhallur Guðmundsson var um árabil einn þekktasti og umtalaðasti miðill landsins. Landsréttur staðfesti í síðustu viku átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli vegna kynferðisbrots gegn karlmanni sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Maðurinn var rúmlega tvítugur þegar brotið átti sér stað. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð. Brotaþoli sakaði Þórhall um að hafa fróað honum án samþykkis hans þegar hann lá nakinn á nuddbekk. Þórhallur var jafnframt sakfelldur fyrir að beita þolandann ólögmætri nauðung og misnotað þannig traust sem brotaþoli bar til hans sem heilara. Þetta rímar við frásögn Ingu. Eins og áður sagði var Þórhallur um langt árabil einn þekktasti spámiðill landsins. Árið 2015 fjallaði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður um spámiðla í fréttaskýringarþættinum Brestum og var þar velt upp spurningunni hvort þar væru loddarar á ferð. Má sjá hér brot úr þeirri umfjöllun en þar ræðir Þorbjörn við Þórhall. Dómsmál Kynferðisofbeldi Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að bróðursonur sinn hafi lent í klóm Þórhalls miðils þá er hann var í sárum eftir föðurmissi. Drengurinn hafi þá aðeins verið 17 ára gamall og leitaði til Þórhalls sem misnotaði traust drengsins. Inga greinir frá þessu opinberlega á Facebooksíðu sinni en frásögn hennar er sláandi. Inga segir að sér sé kunnugt um fleiri fórnarlömb miðilsins. Frásögn Ingu hefur vakið nokkurn óhug ef marka má athugsemdir við færslu Ingu sem hún birti í gær. „Við vitum um fleiri fórnarlömb sem áttu það sameiginlegt að hafa misst foreldri sitt og þessi níðingur nýtti sér sorg þeirra til að svala afbrigðilegum fýsnum sínum,“ segir þingmaðurinn og er afdráttarlaus. Þórhallur Guðmundsson var um árabil einn þekktasti og umtalaðasti miðill landsins. Landsréttur staðfesti í síðustu viku átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli vegna kynferðisbrots gegn karlmanni sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Maðurinn var rúmlega tvítugur þegar brotið átti sér stað. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð. Brotaþoli sakaði Þórhall um að hafa fróað honum án samþykkis hans þegar hann lá nakinn á nuddbekk. Þórhallur var jafnframt sakfelldur fyrir að beita þolandann ólögmætri nauðung og misnotað þannig traust sem brotaþoli bar til hans sem heilara. Þetta rímar við frásögn Ingu. Eins og áður sagði var Þórhallur um langt árabil einn þekktasti spámiðill landsins. Árið 2015 fjallaði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður um spámiðla í fréttaskýringarþættinum Brestum og var þar velt upp spurningunni hvort þar væru loddarar á ferð. Má sjá hér brot úr þeirri umfjöllun en þar ræðir Þorbjörn við Þórhall.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira