Fótbolti

Suarez leikfær þegar La Liga hefst að nýju

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Luis Suarez kom til Barcelona árið 2014
Luis Suarez kom til Barcelona árið 2014 Vísir/Getty

Úrúgvæski markahrókurinn Luis Suarez er búinn að jafna sig eftir aðgerð sem hann gekkst undir í byrjun þessa árs og verður klár í slaginn þegar spænska úrvalsdeildin hefst að nýju eftir Covid-19 hlé um næstu helgi.

Suarez gekkst undir aðgerð á hné þann 12.janúar síðastliðinn og var í kjölfarið greint frá því að hann myndi ekki leika meira með liðinu á yfirstandandi leiktíð.

Kórónuveirufaraldurinn geisaði af fullum þunga á Spáni og því frestaðist deildarkeppnin þar í landi líkt og í nær öllum löndum Evrópu sem gerir það að verkum að Suarez getur hjálpað Barcelona á lokasprettinum í deildinni.

Suarez er algjör lykilmaður í sóknarleik spænska stórveldisins og hefur skorað 13 mörk í 24 leikjum á yfirstandandi leiktíð. 

Barcelona hefur tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar ellefu umferðum er ólokið en erkifjendurnir í Real Madrid sitja í öðru sætinu og ljóst að hatrömm barátta er framundan um spænska meistaratitilinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.