Erlent

Lögregla hefur engan grunaðan um skotárás þar sem sjö létu lífið

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan segir vettvang tryggðan.
Lögreglan segir vettvang tryggðan. Morgan County Sheriff's Office

Lögreglan í Morgan-sýslu í Alabama í Bandaríkjunum fann í morgun sjö látnar manneskjur í húsi í bænum Valhermoso Springs. Talið er að fólkið, sem allt var fullorðið, hafi verið skotið til bana.

Þetta kemur fram á vef Waff-48, sem er undirmiðill NBC-samsteypunnar í Bandaríkjunum. Þar segir að viðbragðsaðilar hafi fengið útkall vegna skothljóða.

Lögreglan segir í Facebook-færslu að málið sé rannsakað sem morð, og að Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, komi að rannsókninni. Eins segir að rannsóknarvettvangur hafi verið tryggður og að ekki sé talið að almenningur í nágrenninu þurfi að óttast um öryggi sitt vegna málsins.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins að því er fram kemur í færslu lögreglunnar og enginn er grunaður. Þá hafa nöfn hinna látnu ekki komið fram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.