Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Lögmaður gagnrýnir rannsókn lögreglu á meintum kynferðisbrotum gegn þriggja og sex ára systrum. Grunur leikur á að teknar hafi verið kynferðislegar myndir af stúlkunum en málið var látið niður falla eftir rúmlega ár í rannsókn. Rætt verður við lögmann fjölskyldunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 en fjölskyldan hefur kært málið til ríkissaksóknara.

Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Við segjum áfram fréttir frá mótmælum sem staðið hafa yfir í Bandaríkjunum og víðar um heim undanfarna daga.

Í fréttatímanum verður einnig rætt við prófessor í stjórnmálafræði um forsetakosningarnar í sumar. Í framhaldi af fréttatímanum sýnum við ítarlega umfjöllun um leiðina á Bessastaði í opinni dagskrá á Stöð 2.

Þá lítum við við í Norðurá í Borgarfirði í fréttatímanum en þar var fyrsti lax sumarsins dreginn á land í morgun.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.