Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Lögmaður gagnrýnir rannsókn lögreglu á meintum kynferðisbrotum gegn þriggja og sex ára systrum. Grunur leikur á að teknar hafi verið kynferðislegar myndir af stúlkunum en málið var látið niður falla eftir rúmlega ár í rannsókn. Rætt verður við lögmann fjölskyldunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 en fjölskyldan hefur kært málið til ríkissaksóknara.

Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Við segjum áfram fréttir frá mótmælum sem staðið hafa yfir í Bandaríkjunum og víðar um heim undanfarna daga.

Í fréttatímanum verður einnig rætt við prófessor í stjórnmálafræði um forsetakosningarnar í sumar. Í framhaldi af fréttatímanum sýnum við ítarlega umfjöllun um leiðina á Bessastaði í opinni dagskrá á Stöð 2.

Þá lítum við við í Norðurá í Borgarfirði í fréttatímanum en þar var fyrsti lax sumarsins dreginn á land í morgun.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×